lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­bólguspá júlí 2017

Meðfylgjandi er verðbólguspá fyrir júlí

Spáum 0,3% verðhjöðnun í júlí

12 mánaða verðabólgan óbreytt í 1,5%: Capacent spáir 0,32% lækkun vísitölu neysluverðs (vnv) í júlí. Ef spá Capacent um 0,32% lækkun vnv í júlí gengur eftir mun 12 mánaða verðbólgan vera óbreytt í 1,5%.

Fasteignaverð: Kólnun fasteignamarkaðarins virðist ætla að koma fyrr fram í opinberum tölum en Capacent reiknaði með. Capacent gerir ráð fyrir um 1,2% hækkun fasteignaverðs í júlí og að fasteignaliður vísitölunnar leggi til um 0,25% til hækkunar.

Eldsneyti hækkar: Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði seinni hluta júní mánaðar eða um tæplega 10%. Á sama tíma gaf gengi krónu eftir og hækkaði útsöluverð eldsneytis innanlands um 2 til 3%. Hækkun olíuverðs á heimsmarkaði og gengisveiking krónunnar hafa verið að ganga til baka síðustu daga. Capacent gerir ráð fyrir um 2% hækkun eldsneytisverðs sem hefur 0,05% áhrif á vnv til hækkunar.

Árstíðabundnar útsölur: Verðbólgumæling júlí mánaðar litast af árstíðabundnum útsölum. Þar vega þyngst fataútsölur. Fataverslun hefur átt í vök að verjast síðaliðna mánuði og spilar gengisstyrking krónunnar væntanlega stórt hlutverk. Utanlandsferðir landsmanna hafa verið í hámarki og þykir landanum fátt skemmtilegra en að þræða verslanir erlendis. Í ljósi dræmrar sölu og gengisstyrkingar gerir Capacent ráð fyrir að verðlækkun á útsölum verði örlítið meiri nú en síðustu ár. Verðlækkun á fatnaði vegna útsala hefur verið um en 10 til 11% síðustu ár en Capacent gerir ráð fyrir um 12% lækkun á fatnaði sem hefur 0,45% áhrif á vnv til lækkunar.

Frekari umfjöllun má sjá í viðhengi

Skoða greiningu →