lock search attention facebook home linkedin twittter

Meiri sveiflur í gengi krón­unnar

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Lækkun gengis á skuldabréfamarkaði: Gengi óverðtryggðra skuldabréfa lækkaði um 0,6% að meðaltali í síðustu viku. Lækkun gengis óverðtryggðra bréfa ætti ekki að koma á óvart en gengi krónunnar veiktist um 1,7% í síðustu viku.

Framvirki ferilinn: Óverðtryggði vaxtaferilinn er fremur ósamfelldur og eru RIKB20 og RIKB31 hlutfalllslega ódýr í samanburði við önnur óverðtryggð skuldabréf.

Meiri sveiflur í gengi krónunnar: Gengi krónu hefur heldur verið að veikjast síðustu vikur en gengisvísitala krónunnar náði hæstu hæðum fyrir mánuði síðan er gengisvísitalan stóð í 146,3 stigum. Krónan hefur veikst síðan þá um 6,3% og var gengisvísitalan í 156,8 stigum í lok síðustu viku. Þrátt fyrir snarpa gengisveikingu síðastliðinn mánuð er gengi krónunnar á svipuðum slóðum og hún var um mánaðarmótin apríl/maí. Á mynd 4 má sjá þróun gengisvísitölu krónu frá áramótum til 7. júlí, árin 2016 og 2017. Gengi krónu hefur styrkst um 3% frá áramótum en á sama tíma árið 2016 styrktist gengi krónu um 5%. Þróun gengisvísitölu krónu hefur því verið svipuð árin 2016 og 2017. Hins vegar eru sveiflur í gengi krónunnar orðnar mun meiri og gengisþróun orðin óútreiknanlegri til skamms tíma. Áður en gjaldeyrishöftum var aflétt sveiflaðist gengi krónu að mestu í takt við árstíðasveiflur í ferðaþjónustu og fiskveiðum. Nú eru þættir líkt og fjárfestingar og væntingar um veikingu og styrkingu farnar að ráða miklu.

Óverðtryggðir vextir hækka um 30 punkta: Líkt og sjá má á mynd 1 hafa óverðtryggðir vextir hækkað um 30 punkta síðasliðinn mánuð en gengi krónunnar hefur veikst um 6,3% á sama tíma.

Verðbólguálag komið í 2,5%: Samhliða hækkun óverðtryggðu kröfunnar um 30 punkta hefur verðbólguálag til 8 ára hækkað um 30 punkta og hækkað úr um 2,2% í 2,5%. Verðbólguálagið hefur ekki verið svo hátt síðan í september 2016.

Skoða greiningu →