lock search attention facebook home linkedin twittter

Páska­stemning á skulda­bréfa­markaði

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Páskastemning á skuldabréfamarkaði: Páskarnir nálgast og mátti merkja það á skuldabréfamarkaði í síðustu viku en markaðurinn var óvenjulega rólegur. Gengi óverðtryggðra ríkisbréfa hækkaði örlítið eða um 0,03% að meðaltali. Gengi verðtryggðra bréfa var óbreytt.

RIKB20 hagstæðast: Óverðtryggði vaxtaferillinn er örlítið ósamfeldur en samkvæmt framvirka ferlinum eru bestu kaupin í RIKB20. Ávöxtunarkrafa bréfsins er nokkuð hærri en bréfanna í kring.

Aukið nettó framboð ríkisbréfa á öðrum ársfjórðungi: Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam útgáfa ríkisbréfa 19,9 ma.kr. en á móti kom að RIKB17 var á gjalddaga en markaðsvirði flokksins var 33,7 ma.kr. Samdráttur var því í framboði ríkisbréfa á fyrsta ársfjórðungi sem nam tæplega 14 ma.kr. Á öðrum ársfjórðungi stefnir Lánasýsla ríkisins á útgáfu ríkisbréfa fyrir um 5 til 10 ma.kr. Það er því ljóst að framboð ríkisbréfa mun aukast nokkuð á næstunni öfugt við þá þróun sem var á fyrsta ársfjórðungi er samdráttur var í framboði. Ný útgáfa ríkisbréfa mun vera í flokkunum RIKB20 og RIKB31.

Nýr markflokkur ríkisbréfa: Capacent hefur bætt við markflokknum RIKB28 í vaxtaferil óverðtryggðra bréfa og í töflu með yfirliti skuldabréfa. Flokkurinn var gefinn út í byrjun árs og var kominn í 19,3 ma.kr. að markaðsvirði í lok mars.

Skoða greiningu →