lock search attention facebook home linkedin twittter

Hama­gangur á skulda­bréfa­markaði

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Hamagangur á skuldabréfamarkaði: Aukið líf færðist yfir skuldabréfamarkað á mánudaginn eftir að tilkynnt var um afnám gjaldeyrishafta þann 12. mars. Gengi óverðtryggðra skuldabréfa byrjaði á að hækka í byrjun viðskipta á mánudaginn, þrátt fyrir kröftuga gengisveikingu. Gengi óverðtryggðra skuldabréfa var óbreytt að meðaltali á sama tíma og gengi krónunnar veikst um 3,0%. Ástæða óbreytts gengis óverðtryggðra skuldabréfa má líklega rekja til væntinga um uppgreiðslu ríkistryggðra skuldabréfa sem Seðlabanki keypti af aflandskrónueigendum. Samtals keypti bankinn um 57,2 ma.kr. af nafnverði eða 61,8 ma.kr. að markaðsvirði í ríkisskuldabréfum. Kaup Seðlabankans voru að tveimur þriðju í ríkisvíxlum og skammtíma ríkisbréfunum, RIKB19 og RIKH18 eða um 40,2 ma.kr. að markaðsvirði.

Einblínir markaðurinn um of á óverðtryggð bréf?: Þó til uppgreiðslu komi mun lánsfjárjöfnuður ríkisins ekki batna við kaup Seðlabankans á ríkisbréfum og ríkisvíxlum. Uppgreiðsla bréfa sem eru ekki á gjalddaga mun væntanlega aðeins leiða til þess að ríkissjóður þurfi að auka útgáfu skuldabréfa í ár. Heildaráhrifin eru engin til langstíma en munu væntanlega þýða aukna útgáfu ríkisbréfa í ár til jafns við uppgreiðsluna. Í ljósi þess að áhrif uppgreiðslunnar á lánsfjárjöfnuð eru væntanlega engin og gengisveikingin var umtalsverð hefði mátt gera ráð fyrir að gengi ríkisbréfa hefði lækkað meira ef markaðurinn hefði verið samkvæmur sjálfum sér. Þannig vekja lítil viðskipti og lítil gengishækkun verðtryggðra bréfa athygli en gengi verðtryggðra íbúðabréfa hefur hækkað um 0,36% að meðaltali frá tilkynningu um afnám hafta.

Skoða greiningu →