lock search attention facebook home linkedin twittter

Af hverju að kaupa banka

Meðfylgjandi er greining á bankasölu og mögulegum ávinningi kaupanda

Íslensk fjármálasaga – saga ríkisrekstrar

Nú eru um átta ár frá því að íslenska ríkið eignaðist Landsbankann að stærstum hluta og hlut í Íslandsbanka, Arion banka og sparisjóðunum. Bankasýslu ríkisins var komið á fót til að fara með eignarhald ríkisins í bönkunum og sölu á þeim. Upphaflegur starfstími hennar var til rúmlega fimm ára og átti starfstíma hennar að vera lokið seinni hluta árs 2014 er sölu bankanna væri að mestu lokið. Bankasýslan var stofnuð að norrænni fyrirmynd og sjónarmið um starfstíma hafa líklega mótast af reynslu nágrannaþjóða okkar af sölu á eignarhlut ríkisins í bankakerfinu eftir fjármálakreppuna á Norðurlöndum á tíunda áratug síðustu aldar. Líklegast hafa upphaflegar áætlanir verið heldur bjartsýnar. Staða íslensks bankakerfis eftir hrun var töluvert verri en þess norræna í kjölfar bankakreppunnar á Norðurlöndunum. Fréttir hafa þó borist af því að stefnt sé að skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í sumar og að stefnt sé að sölu ríkisins á eignarhlutum í bönkunum á næstunni. Ríkið ætlar þó að halda eftir rúmlega þriðjungs hlut í Landsbankanum líkt og norska ríkið í DnB Nor.

Á því tímabili frá því að nýju bankarnir voru stofnaðir og ríkið eignaðist 83% í Landsbankanum, 13% í Arion banka og um 5% í Íslandsbanka og stóran hluta í sparisjóðakerfinu, hefur ríkið eignast bankakerfið nær að fullu, ef frá er skilinn 87% hlutur í Arion banka. Sparisjóðakerfið hefur svo gott sem lagst af og að mestu runnið inn í ríkisbankana. Hugmyndir embættismanna um losun eignarhalds ríkisins hafa ekki gengið snurðulaust fyrir sig og hugmyndir um aukna samkeppni á bankamarkaði með endurreisn sparisjóðakerfisins hafa runnið út í sandinn.

Hverjir eiga að kaupa bankana?

Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði hafa aldrei verið meiri. En hverjir eiga að kaupa bankana? Fáir innlendir fjárfestar hafa bolmagn til að kaupa hlut ríkisins í bönkunum sem nam 449 ma.kr. í lok árs 2016. Jafnvel þótt ekki væri nema um að ræða 10% hlut er það há fjárhæð fyrir innlendan hlutabréfamarkað og nær aðeins á valdi lífeyrissjóðanna meðal innlendra fjárfesta. Sú staðreynd gerir samningsstöðu seljanda strax erfiða gagnvart innlendum fjárfestum.

Frekari greiningu og umfjöllun má finna í viðhengi

Skoða greiningu →