lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekkert að frétta…

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Ekkert að frétta: Gengi óverðtryggðra ríkisbréfa hækkaði um 0,1% í síðustu viku og virðast markaðsaðilar fremur bjartsýnir á verðbólguþróun næstu mánaða en óverðtryggða ávöxtunarkrafan er nú 5,04% að meðaltali. Gengi verðtryggðra bréfa var óbreytt í vikunni. Verðbólguálag hefur því haldið áfram að lækka en til 8 ára er það um 2,24% og hefur sjaldan verið lægra.

Vaxtaferlar endurspegla vaxtalækkun: Óverðtryggði vaxtaferillinn er nær flatur, eðlilegur halli á óverðtryggðum vaxtaferli væri að hann væri lítillega upphallandi því áhætta fjárfestingar eykst með tíma. Óvissa er meiri um vænt greiðsluflæði og verðbólgu. Verðtrygging er í eðli sínu afleiða og hækkar verð hennar með tíma. Núverandi óverðtryggður vaxtaferill endurspeglar því væntingar um lægra vaxtastig í framtíðinni. Vissulega má benda á að ávöxtunarkrafa langtíma verðtryggðra bréfa (HFF34) er um 40 punktunum lægri en skammtíma bréfa (HFF24) og því fæst betra verðbólguálag með því fjárfesta í langtíma óverðtryggðum skuldabréfum. Þau rök byggja á niðurhallandi verðtryggðum vaxtaferli sem endurspeglar væntingar um lægra vaxtastig á Íslandi í framtíðinni. Ef fjárfestar telja að verðtryggði vaxtaferillinn endurspegli ekki væntingar um lægra vaxtastig ættu þeir að kaupa skammtíma verðtryggð skuldabréf.

Eldsneytisverð hækkar þrátt fyrir gengisstyrkingu og nær óbreytt olíuverð: Forvitnilegt verður að sjá niðurstöðu verðmælingar Hagstofu í febrúar en að mati Capacent er óvenjulega mikil óvissa í mælingunni nú. Annars vegar eru miklar hækkanir á húsnæðisverði en skv. Þjóðskrá Íslands hækkaði fasteignaverð um 1,5% eða örlítð meira en mánuðinn á undan. Eftirspurnarþrýstingur virðist fara vaxandi og þrýstingur á verðlag. Á móti vegur hressileg gengisstyrking krónunnar og væntingar um aukna samkeppni en Capacent hefur ekki orðið vart við miklar verðlækkanir vegna væntinga um aukna samkeppni.

Aukin samkeppni á eldsneytismarkaði: Það vakti athygli Capacent að eldsneytisverð hækkaði í mánuðinum þrátt fyrir hressilega gengisstyrkingu og að mestu óbreytt olíuverð síðustu vikur. Capacent gerði ráð fyrir óbreyttu eldsneytisverði í febrúar og spáði 0,83% hækkun vísitölu neysluverðs. Á eldsneytismarkaði er mest álagning í smásölu. Fyrirtæki líkt og N1 hafa því á undanförnum árum beint sjónum sínum að auknu mæli að smásölu og dregið úr áherslu á sölu til fyrirtækja. Koma Costco mun væntanlega hafa einhver áhrif á smásölumarkað með eldsneyti. Ef lækkun eldsneytis nemur 10 kr. mun álagning líklega dragast saman um þriðjung. Auk þess er Costco stórt í hjólbarðasölu og rekstrarvörum fyrir bifreiðar.

Skoða greiningu →