lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­bólguspá febrúar 2017

Meðfylgjandi er verðbólguspá febrúar mánaðar

Spáum 0,8% hækkun vnv í febrúar

Verðbólgan 2%: Capacent spáir rúmlega 0,8% hækkun vísitölu neysluverðs (vnv) í febrúar eða 0,83% hækkun. Vísitala neysluverðs hækkaði um tæplega 0,7% í febrúar í fyrra og hækkar 12 mánaða verðbólga því milli mánaða úr 1,9% í 2,1%.

Útsölulok í febrúar: Í byrjun febrúar líkur flestum útsölum og því ganga til baka verðlækkanir vegna útsala sem einkenndu mælingu vísitölu neysluverðs í janúar. Samtals mun hækkun á verði fatnaðar, húsgagna, heimilisbúnaðar og raftækja hafa um 0,57% áhrif á vnv til hækkunar. Capacent gerir ekki ráð fyrir að verð á helstu útsöluvörum gangi að fullu til baka. Flestar þær vörur sem voru á útsölu voru væntanlega keyptar seinni part sumars eða snemma í haust og var því gengisstyrking krónunnar ekki að fullu komin inn í verðlag.

Mikill undirliggjandi verðþrýstingur á fasteignamarkaði: Velta á fasteignamarkaði náði hámarki í desember og hækkaði reiknuð húsaleiga um 1,3% í síðasta mánuði sem jafngildir nærri 17% hækkun á ársgrunni. Reiknuð húsaleiga eða fasteignaverð í vísitölu neysluverðs hefur hækkað um 15% síðastliðna 12 mánuði. Capacent gerir ráð fyrir sömu hækkun á fasteignaverði og í janúar en reiknuð húsaleiga er ígildi fasteignaverðs í vísitölu neysluverðs. Hækkun fasteignaverðs hefur 0,21% áhrif á vísitölu neysluverðs til hækkunar. Capacent gerir ráð fyrir minni hækkun leiguverðs eða 0,4% sem jafngildir tæplega 5% hækkun á ársgrunni. Síðastliðna 12 mánuði hefur leiguverð hækkað um rúmlega 5% og er hækkun leiguverðs því örlítið undir hækkun síðastliðins árs. Samtals gerir Capacent ráð fyrir að fasteignaliður vísitölu neysluverðs hafi 0,23% áhrif á vnv til hækkunar. Capacent gerir ekki ráð fyrir að verð rafmagns, hita og viðhalds hafi mælanleg áhrif á vísitölu neysluverðs.

Skoða greiningu →