lock search attention facebook home linkedin twittter

Undarleg lögun óverð­tryggða vaxta­fer­ilsins

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Undarleg lögun óverðtryggða vaxtaferilsins: Óverðtryggði vaxtaferilinn virðist endurspegla væntingar um 15 punkta vaxtahækkun á árinu 2019 eða eftir rúmlega 2 ár. Að mati Capacent skýtur það nokkuð skökku við en Seðlabankinn á að vera framsýnn í stýrivaxtaákvörðum sínum. Bankinn spáir vaxandi verðbólgu upp úr miðju ári 2018 og ef ekki verða verulegar breytingar á verðbólguspá bankans ætti bankinn að hefja stýrivaxtahækkunar ferli í lok þessa árs. Ávöxtunarkrafa RIKB19 ætti því að vera nokkuð hærri en RIKB20. Spá Seðlabankans gerir ráð fyrir að verðbólgan aukist um 1% sem ætti að þýða um 1 prósentustiga hækkun stýrivaxta að lágmarki. Skammtíma óverðtryggðir vextir ættu því að vera nokkuð hærri eða 0,5% að lágmarki.

Sofandaháttur og skoðanaleysi á markaði! Að öðru leyti virðist ferillinn endurspegla fremur mikið skoðanaleysi um framtíð efnahagsmála. Markaðsaðilar virðast gera ráð fyrir að vaxtastig verði rúmlega 5% á næstu 3 til 10 árum og að engar sveiflur verði í vöxtum. Það verður að teljast fremur sérstakt að skuldabréfasjóðstjórar hafi jafn litla skoðun á gangi efnahagsmála. Rétt er þó að hafa í huga að mikil eftirspurn gæti verið eftir óverðtryggðum skammtíma vöxtum. Ef svo er þá ættu fjárfestar fremur að fjárfesta í víxlum eða leggja vexti á óverðtryggða hávaxta reikninga.

Skoða greiningu →