lock search attention facebook home linkedin twittter

Hvort á að kaupa verð­tryggt eða óverð­tryggt?

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Hvort á ég að kaupa verðtryggt eða óverðtryggt?: Miklar kerfisbreytingar áttu sér stað eftir bankahrunið 2008. Umbreyting hefur verið á ríkisfjármálum og er nú meiri festa en áður. Vægi óverðtryggðra lána og skuldabréfa hefur vaxið en unnið hefur verið að auka vægi þeirra. Verðbólgan hefur verið lág en vísitala neysluverðs hefur hækkað að meðaltali um 3% á ársgrunni frá upphafi árs 2010 er eftirköstin af gengishruninu voru að mestu gengin yfir. Kerfisbundið virðist hafa borgað sig að kaupa óverðtryggð skuldabréf fram yfir verðtryggð. Á mynd 2 má sjá verðbólguvætingar til 5 ára í hverjum mánuði og meðal verðbólguna til næstu 5 ára. Þannig er hægt að bera saman meðalverðbólguna frá hverjum tímapunkti sem fjárfestir hefur fjárfest í óverðtryggðu skuldabréfi og raun verðbólgu. Frá upphafi árs 2012 til loka árs 2015 er þó miðað við meðalverðbólguna frá þeim tíma punkti til dagsins í dag.

Sjá má frekari umfjöllun í viðhengi

Skoða greiningu →