lock search attention facebook home linkedin twittter

Framboð skulda­bréfa árið 2017

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Nýtt ár byrjar rólega á skuldabréfamarkaði: Innlendur skuldabréfamarkaður hefur farið fremur rólega af stað á nýju ári. Velta hefur verið fremur lítil og litlar breytingar á ávöxtunarkröfu. Gengi ríkisbréfa lækkaði að meðaltali um 0,19% í síðustu viku en gengi íbúðabréfa var nær óbreytt

Framvirki vaxtaferillinn: Samkvæmt framvirka ferlinum er RIKB20 nokkuð undirverðlagt á markaði en ávöxtunarkrafa bréfsins er hæst í flokki óverðtryggðra skuldabréfa og töluvert hærri en skuldabréfa með svipaðan líftíma.

Framboð skuldabréfa árið 2017: Í lok desember gaf Lánasýsla ríkisins út útgáfuáætlun fyrir árið 2017. Ríkissjóður hefur haft töluverðar tekjur bæði í formi stöðugleikaframlags og arðgreiðslna. Ríkið mun þó fyrst einbeita sér að uppgreiðslu RIKH18 sem var gefið út við fjármögnun bankanna og var ígildi eiginfjárframlags. Samtals nam nafnvirði flokksins tæpum 173 mö.kr. í lok nóvember síðastliðins og er á gjalddaga á næsta ári. Ólíkt öðrum skuldabréfum sem eru fyrst og fremst í eigu fjárfesta eða lífeyrissjóða, verðbréfasjóða og erlendra aðila er bréfið að langstærstum hluta í eigu fjármálastofnanna eða öllu heldur Landsbankans. Óvíst er því hversu stór hluti uppgreiðslunnar endar á skuldabréfamarkaði en aðeins rúmlega 5% flokksins er í eigu „fjárfesta“. Á móti kemur þó að útlánavöxtur fjármálafyrirtækja hefur verið hægur og því ljóst að langt því frá mun öll fjárhæðin fara í útlán. Líklegt er að einhver hluti þessarar fjárhæðar muni fara til kaupa á ríkisbréfum og þá sérstaklega með skemmri líftíma. Á móti þessari stóru uppgreiðslu stefnir Lánasýsla ríkisins að því að vera hreinn útgefandi af ríkisbréfum upp á 8 ma.kr.

Frekari umfjöllun er í viðhengi

Skoða greiningu →