lock search attention facebook home linkedin twittter

Meiri líkur á stýri­vaxta­lækkun en óbreyttum vöxtum?

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Meiri líkur á stýrivaxtalækkun en óbreyttum vöxtum? Peningastefnunefnd Seðlabanka var klofin við síðustu stýrivaxtaákvörðun en tveir nefndarmenn vildu lækka vexti á meðan þrír vildu halda vöxtum óbreyttum. Nefndin virtist skiptast á milli þeirra sem telja að aðeins eigi að horfa á undirliggjandi hagvöxt og framleiðsluspennu í hagkerfinu og þeirra sem telja að einnig þurfi að horfa til erlendra vaxta og vaxtamunar. Ákvörðun peningamálastefnunefndar þann 14. desember veltur því á ákvörðun oddamannsins í nefndinni. Þótt tölur hafi birst sem sýna að hagvöxtur hafi verið enn meiri en spáð var hafa líka birst tölur sem benda til þess að gengi krónunnar muni styrkjast sem aldrei fyrr næsta sumar. Kaldur sviti ætti með réttu að spretta fram á enni þeirra sem eru ábyrgir fyrir fjármálastöðugleika landsins.

Þröngsýni eða víðsýni: Tímar vaxtamunaviðskipta gæti verið að renna upp en helstu verðbréfasalar landsins eru búnir að hlaða byssurnar. Þótt mjög sé búið að takmarka fjárfestingu erlendra aðila á innlendum vaxtamarkaði, þá kemur fjárfesting á hlutabréfa- og fasteignamarkaði að hluta í staðinn fyrir fjárfestingu á vaxtamarkaði. Fasteigna- og hlutabréfaverð er afleiða af vaxtastigi og stjórnast meðal annars af vöxtum. Áin finnur sér alltaf farveg.

Rökstuðningur með skoðun Capacent fylgir í viðhengi

Skoða greiningu →