lock search attention facebook home linkedin twittter

Spáum rúmlega 0,3% hækkun vnv í desember

Meðfylgjandi er verðbólguspá desember 2016

Verðbólgan lúrir ennþá undir verðbólgumarkmiði: Capacent spáir rúmlega 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs (vnv) í desember. Vísitala neysluverðs hækkaði einnig um rúmlega 0,3% í desember í fyrra og því er 12 mánaða verðbólga óbreytt milli mánaða í 2,1%.

Hækkun á fasteignaverði:. Þrátt fyrir að Capacent geri ráð fyrir sömu hækkun vísitölu neysluverðs eru breytingar í undirliðum nokkuð aðrar en í fyrra. Hækkun fasteignaverðs er nú mun hraðari og velta á fasteignamarkaði töluvert meiri en þá. Við gerum ráð fyrir að hækkun fasteignaliðar vísitölu neysluverðs hafi um 0,23% áhrif á vnv til hækkunar. Áhrif hækkunar fasteignarliðarins á vnv er nú tæplega 0,1% meiri en fyrir ári síðan ef spá Capacent reynist rétt.

Hækkun eldsneytisverðs ekki jafn mikil og ætla mætti: Olíuverð hækkaði hressilega í byrjun desember en verðið er nú um 15% hærra en í lok nóvember. Hins vegar lækkaði olíuverð duglega í nóvember og hafði innlent eldsneytisverð ekki fylgt verðlækkuninni að fullu eftir. Eftir 1,5% hækkun á eldsneytisverði í byrjun mánaðar er innlent eldsneytisverð nær það sama og það var um miðjan október en þá var heimsmarkaðsverð olíu rúmlega 2% lægra og gengisvísitala krónunnar tæplega 5% veikari. Af þeim sökum er innkaupaverð olíu líklega örlítið lægra nú en þá. Capacent telur því að hækkun eldsneytisverðs verði ekki meiri að sinni. Áhrif hærra eldsneytisverðs á vnv eru 0,05% skv. spá. Á sama tíma fyrir ári síðan lækkaði eldsneytisverð og eru áhrif eldsneytisverðs á vnv rúmlega 0,1% meiri nú en fyrir ári síðan.

Frekari umfjöllun um spá er í viðhengi

Skoða greiningu →