lock search attention facebook home linkedin twittter

Nátt­úru­legt raun­vaxta­stig á Íslandi 3,5%?

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Náttúrulegt raunvaxtastig á Íslandi 3,5%? Nokkur ágreiningur virðist vera innan Peningamálastefnunefndar Seðlabanka en tveir nefndarmanna vildu vaxtalækkun á meðan þrír vildu halda vöxtum óbreyttum við síðustu stýrivaxtaákvörðun. Í þessu samhengi var málstofa Seðlabankans um náttúrulegt raunvaxtastig á Íslandi einkar athyglisverð. Niðurstaða bankans var að náttúrulegt raunvaxtastig hefði lækkað á síðustu árum. Hins vegar lá núverandi raunvaxtastig á bilinu 2% til rúmlega 5% í þeim þremur líkönum sem kynnt voru til leiks. Í einu líkaninu var jafnvægis raunvaxtastigið um 3,5% og virtust hagfræðingar bankans helst hallast að því. Hins vegar var einn galli sem seðlabankastjóri benti á en ekkert líkananna tók nægilegt tillit til áhrifa erlendra vaxta á innlent vaxtastig. Einnig skiptir ein lykilforsenda máli. Hvort notast er við verðbólgu með eða án húsnæðis?

Nafnvextir á markaði alltof lágir? Á mynd 3 hefur verið reiknaður raunvaxtaferill út frá framvirkum óverðtryggðum vöxtum, verðbólguspá Seðlabankans til næstu 3 ára og forsendum um mismunandi verðbólgu sem liggur á bilinu 2 til 3%. Sjá má að jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að verðbólgan verði að meðaltali 2% næstu 10 til 12 árin að þá nást ekki þeir raunvextir sem hagfræðingar Seðlabankans telja náttúrulegt raunvaxtastig.

You ain‘t seen nothing yet: Met afgangur var af á viðskiptajöfnuði á þriðja ársfjórðungi eða rúmlega 100 ma.kr. Capacent spyr því hver verður gengisþróun krónunnar næsta sumar? i) Spáð er met í komu ferðamanna ii) Það er keppnis raunvaxtastig hjá Seðlabanka iii) Ólíklegt er að gjaldeyriskaup Seðlabanka verði í líkingu við það sem var á síðasta ári.

Skoða greiningu →