lock search attention facebook home linkedin twittter

Ávöxt­un­ar­krafa á leigu­markaði í saman­burði við ávöxt­un­ar­kröfu á skulda­bréfa­markaði

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Stefna í Lánamálum ríkisins: Gengi skuldabréfa gaf heldur eftir í vikunni. Gengi óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði að meðaltali um 0,4% í síðustu viku. Nafnvextir í lok vikunnar voru um 0,2 prósentustigum hærri en þeir voru fyrir mánuði síðan. Litlar breytingar voru á verðtryggða markaðnum, aðrar en að gengi HFF24 lækkaði um 0,47%. Við lokun markaða var birt stefna í lánamálum ríkisins en stutt samantekt verður send út seinna í dag.

Ávöxtunarkrafa á leigumarkaði í samanburði við ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði: Í upphafi mánaðarins benti Capacent á að ákveðin staðkvæmd væri milli fjárfestingar í húsnæðis til útleigu og kaupa á skuldabréfum. Leiga skapar stöðugt sjóðstreymi líkt og vaxtagreiðslur og fjárfesting í húsnæði til útleigu virkar líkt og fjárfesting í skuldabréfum. Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman ávöxtun á leigumarkaði árin 2014 og 2015 en hún er fundin með deila kaupverði upp í leiguverð á ársgrunni.

Hagstæðast að leigja út í Breiðholtinu og á landsbyggðinni: Á höfuðborgarsvæðinu var leiguarðsemi frá 6,6% til 8,7%.  Lægst var leiguarðsemin í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Leiguarðsemi í Mosfellsbæ var 6,6%, 7,2% í Kópavogi og 7,4% í Hafnarfirði. Einnig var hún fremur lág í vesturhluta Reykjavíkur eða Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar eða 7,3%. Hæst var leiguarðsemin á höfuðborgarsvæðinu í Breiðholti 8,7%. Einnig var arðsemin góð á landsbyggðinni, líkt og á Akureyri, Reykjanesi, Austurlandi og Vestfjörðum þar sem leiguarðsemin var 11,8%. Á mynd hér til hliðar hefur verið dregin frá meðal ávöxtunarkrafa skammtíma ríkisskuldabréfa frá leiguarðsemi einstakra hverfa. Ávöxtunarkrafan var 5,2% á tímabilinu. Álag sem fjárfestar fá ofan á ríkisbréf er heldur lágt í þeim hverfum þar sem leiguarðsemi er lægst.

Opinber gjöld og viðhald: Ýmis kostnaður fylgir útleigu. Sá kostnaður sem leigusalar sleppa ekki við eru fasteignagjöld og brunatryggingar. Gróflega má gera ráð fyrir að hann nemi 0,5% af kaupverði á höfuðborgarsvæðinu en umfjöllun er um rekstur leigufélaga er í nýútkominni skýrslu Capacent um fasteignamarkaðinn. Hér hefur alveg verið sleppt viðhaldskostnaði. Áætla má að hann sé um 1% af kaupverði fasteigna á höfuðborgarsvæðinu.

Skoða greiningu →