lock search attention facebook home linkedin twittter

Verður sett bindi­skylda á ferða­menn…?

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Alltaf styrkist krónan: Gengi krónunnar styrkist stöðugt og hefur krónan styrkst um 2,9% frá ágústlokum. Gengi pundsins og norsku krónunnar gagnvart krónu hefur ekki verið veikara síðan í mars 2008. Ljóst er að ef gengisstyrking krónunnar heldur áfram á svipuðum hraða er þess ekki langt að bíða að gengi flestra gjaldmiðla gagnvart krónu verði orðið svipað og fyrir bankahrun.

Verður sett bindiskylda á ferðamenn…?  Umhverfið á gjaldeyrismarkaði er farið að minna um margt á þá tíma þegar að erlendir fjárfestar streymdu til landsins til að kaupa íslenska vexti. Seðlabankinn hefur komið í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og sett bindiskyldu á erlenda fjárfesta sem fjárfesta á innlendum vaxtamarkaði. Hins vegar stafar hröð og mikil gengisstyrking nú af innstreymi ferðamanna til landsins. Velta má fyrir sér hvort Seðlabanki Íslands og fjármálastöðugleikaráð þurfi ekki að setja bindiskyldu á erlenda ferðamenn. Að hverjum ferðamanni verði skilt að dvelja að minnsta í einn mánuð á Íslandi til að takmarka innstreymi erlends gjaldeyris og ofris krónunnar.

Gengur jafnan upp…? Hagfræðingar vilja gjarnan útskýra heiminn með stærðfræði jöfnum en gengur þessi stærðfræði jafna upp? Rétt er að benda á að fjárfesting í fasteignum og fasteignafélögum kemur að stórum hluta í staðinn fyrir fjárfestingu í verðtryggðum skuldabréfum. Leiga fasteignafélaganna er verðtryggð og skapar stöðugt sjóðstreymi líkt og vaxtagreiðslur.

Ef ginið er búið á barnum þá má alveg eins drekka vodka í staðinn:  Gengi fasteignafélaganna hefur hækkað mikið síðan í sumar. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi bindiskyldu á vaxtamarkaði sem beinir fjárfestum inn á fasteignamarkað. Ef ginið er búið á barnum þá má alveg eins drekka vodka í staðinn. Fasteignaverð á Íslandi er ekki hátt ef horft er til launa. Hins vegar er greiðslubyrðin há vegna hás raunvaxtastigs á Íslandi. Fasteignaverð er að hluta afleiða af vaxtastigi.

Ísland best í heimi: Það er sama í hverju Ísland keppir, fótbolta, bjórgerð eða fjárfestingartækifærum, alltaf erum við best í öllu. Á mynd 3 má sjá raunvexti í helstu nágrannaríkjum okkar í samanburði við Ísland.  Notast er við meðalvexti á 10 ára óverðtyggðum skuldabréfum í ágúst og verðbólgu ágúst mánaðar.  Leiðrétt hefur verið fyrir vanmati verðbólgu í útreikningum Hagstofunnar.  Sjá má að flest viðskiptalönd okkar eru með neikvæða raunvexti. Raunvextir upp á 3,9% hljóta því að vera aðlaðandi fjárfestingarkostur eða fasteignir í landi sem býður upp á jafn háa raunvexti.

Skoða greiningu →