lock search attention facebook home linkedin twittter

Capacent alveg út á túni

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Capacent alveg út á túni:  Verðbólguspá Capacent lá ansi langt frá sannleikanum líkt og flestra markaðsaðila. Flestar spár gerðu ráð fyrir óbreyttri vísitölu neysluverðs og að vísitala neysluverðs væri rétt reiknuð.  Spá Capacent hljóðaði upp á tæplega 0,1% verðhjöðnun. Vísitala neysluverðs hækkaði hins vegar um 0,48%. Ástæðan liggur í leiðréttingu í útreikningum vísitölunnar. Verðbólgan hefur verið vanmetin síðastliðna mánuði þar sem verðhækkun fasteignaverðs í mars gleymdist í útreikningum. Af þeim sökum var tveggja mánaða hækkun fasteignaverðs færð inn í útreikninga vísitölunnar nú. Samtals hækkaði fasteignaverð um 3,3% sem hafði 0,51% áhrif á vísitölu neysluverðs. Leiðréttingarliðurinn var rúmlega helmingur fasteignaliðarins og hafði liðurinn 0,27% áhrif á vísitöluna til hækkunnar. Án húsnæðis var verðhjöðnun í september.

Voru tollar á fatnað ekki lækkaðir um áramótin?  Ljóst er að álagning í fataverslun hefur aukist umtalsvert upp á síðkastið. Verð fatnaðar hefur lækkað um 4,5% síðastliðna 12 mánuði á sama tíma og tollar á fatnað hafa lækkað um 15% og gengi krónu hefur styrkst um 13%. Hækkun á verði fatnaðar í september var 4,7% og umfram áætlun Capacent, auk þess var hækkun á fasteignaverði langt umfram áætlun. Framangreindir liðir útskýra frávikið í spá Capacent.

Capacent enn halt undir verðtryggð skuldabréf: Að mati Capacent er besta fjárfestingin á skuldabréfamarkaði í verðtryggðum skuldabréfum til lengri tíma. Til skemmri tíma eru innlánsreikningar hagstæðasti kosturinn.

Í kjölfar óvæntrar hækkunar vísitölu á fimmtudaginn 29. september lækkaði gengi óverðtryggðra skuldabréf um 0,9%.  Fjárfestar virðast þó ekki sækjast sérstaklega í verðtryggð skuldabréf en gengi þeirra hækkaði aðeins um 0,06% að meðaltali í síðustu viku.

Samkvæmt framvirka vaxtaferlinum á mynd 2 er ávöxtunarkrafa RIKB19 of lág m.t.t. ávöxtunarkröfu RIKB20 og RIKB17.

Skoða greiningu →