lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­bólguspá sept­em­ber­mán­aðar 2016

Meðfylgjandi er verðbólguspá septembermánaðar

Verðbólgan 1,2% í september:  Capacent spáir tæplega 0,1% lækkun vísitölu neysluverðs (vnv) í september. Ef spá Capacent gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka úr 0,9% í 1,2%.

Innfluttar vörur lækka en þjónusta og fasteignaverð hækkar:  Styrking krónunnar og eftirspurnarþrýstingur koma sterkt fram í vnv í september.  Áhrif sterkari krónu koma helst fram í verðlagi varanlegra og hálfvaranlegra neysluvara líkt og bifreiða, raftækja, húsgagna, heimilisbúnar og annarra innfluttra vara. Capacent gerir ráð fyrir að lækkun á verði þessara vara hafi 0,14% áhrif til lækkunar á vnv í september. Síðastliðna 12 mánuði hefur verð bifreiða lækkað um 1%, verð raftækja um 5%, húsgagna um 2% og verð heimilisbúnaðar um nærri 9%.

Umfram eftirspurn eftir húsnæði: Áhrif eftirspurnarþrýstings kemur hvað gleggst fram á fasteignamarkaði en eftirspurn eftir húsnæði er töluvert meiri en framboðið. Umsvif á fasteignamarkaði eru í hámarki á þessum árstíma er hvað flestir skipta um húsnæði. Capacent gerir ráð fyrir 0,85% hækkun fasteignaverðs í september sem jafngildir um 11% hækkun fasteignaverðs á ársgrunni. Capacent gerir ráð fyrir 0,3% hækkun á leiguverði í september.  Samtals hefur fasteignaliðurinn 0,14% áhrif á vnv til hækkunar.

Skoða greiningu →