lock search attention facebook home linkedin twittter

Nú er gaman að vera til – Óverð­tryggðir lang­tíma vextir komnir undir 5%:

Meðfylgjandi er vikulegt skuldabréfayfirlit Capacent

Nú er gaman að vera til – Óverðtryggðir langtíma vextir komnir undir 5%:

Gengi skuldabréfa hélt áfram að hækka í síðustu viku.  Gengi óverðtryggðra ríkisbréfa hækkaði um 1,8% að meðaltali í síðustu viku og ávöxtunarkrafan lækkaði um 37 punkta að meðaltali.  Sá fáheyrði atburður hefur átt sér stað að langtíma óverðtryggðir vextir á Íslandi eru nú komnir undir 5%.

Dýrt að tryggja sig gegn því að verðbólgan verði ekki hærri en 2,16%: Það er um margt sérstakt að verðbólguálagið sé komið undir verðbólgumarkmið þar sem verðbólguálag endurspeglar ekki aðeins verðbólguvæntingar. Stór hluti af verðbólguálagi er verðbólguáhætta. Verðbólguáhætta er trygging gegn verðbólguskoti þ.e. tryggir fjárfestinn fyrir því ef verðbólgan verður hærri en verðbólguálag á markaði sem er nú 2,16%. Líkurnar á að verðbólgan verði hærri en 2,16% á næstu 8 árum eru töluverðar. Verðbólguáhættan er því mikil þ.e. iðgjaldið er hátt sem þarf að greiða til að tryggja sig gegn því að verðbólgan verði hærri en 2,16%. Á mynd 3 má sjá verðbólguáhættu metna af Capacent og liggur hún á milli 0,7% til 0,8%.  Verðbólguáhættan hefur því hækkað nokkuð frá því við mátum verðbólguáhættuna í júní.  Megin orsökin er sú að líkurnar á að verðbólgan verði hærri 2,16% eru meiri en líkurnar á að verðbólgan verði hærri en 3,0% næstu 8 árin.

Skoða greiningu →