lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­tryggð skulda­bréf undir­verð­lögð á markaði?

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Verðbólguálag 2,5%:  Í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans varð sú öfugþróun að verðbólguálag lækkaði verulega og fór úr 2,8% í 2,5%.  Frekar hefði mátt búast við að verðbólguálag ykist eða væri óbreytt í kjölfar þess að Seðlabankinn dró úr peningalegu aðhaldi nema að lækkuð verðbólguspá Seðlabanka komi fjárfestum mjög á óvart.

Verðtryggð skuldabréf undirverðlögð á markaði?  Verðtryggðir vextir eru ekkert ólíkir þeim óverðtryggðu. Ef almennt vaxtastig lækkar þá lækka verðtryggðir vextir í takt aðra vexti nema fjárfestar telja að verðbólguhorfur hafi breyst sem réttleiti meiri eða minni hækkun verðtryggðra vaxta.  Ef fjárfestar trúa því að verðbólguhorfur hafi batnað við tilkynningu Seðlabankans má réttlæta núverandi verðlagningu verðtryggðra skuldabréfa.

Skoða greiningu →