lock search attention facebook home linkedin twittter

Útlit fyrir að verð­bólgan fari undir 1%

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Útlit fyrir að verðbólgan fari undir 1%:  Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% í ágústmánuði árið 2015. Flest bendir til að hækkun vísitölunnar nú verði ekki mikið meiri og að verðbólgan verði áfram um og jafnvel undir 1%.  Eldsneytisverð á innlandsmarkaði hefur lækkað um 2,5% frá síðustu verðbólgumælingu sem hefur 0,08% áhrif á vnv til lækkunar. Olíuverð hefur svo haldið áfram að lækka síðustu daga og er nú olíutunnan komin í um 40 dollara tunnan.  Lækkun olíuverðs mun væntanlega einnig koma fram í lægri flugfargjöldum.

Árstíðabundin styrking krónunnar: Gengi krónunnar hefur styrkst hratt síðustu tvo mánuði eða um 6%. Gengi krónunnar styrkist að öllu jöfnu á sumarmánuðum en styrking krónunnar kemur fyrr fram og er kröftugri en oftast áður. Líkur eru á að hækkanir í verði fatnaðar og húsgagna í kjölfar útsöluloka verði minni en oftast áður út af gengisstyrkingu krónunnar.

Skoða greiningu →