lock search attention facebook home linkedin twittter

Skulda­bréfayf­irlit: Lognið á undan storm­inum?

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar.

Allt meinhægt: Skuldabréfamarkaður hefur róast nokkuð eftir þann óstöðugleika sem einkenndi markaðinn í síðustu viku í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um bindiskyldu á fjárfestingu í íslenskum krónum og vöxtum. Gengi verðtryggðra skuldabréfa er nærri óbreytt milli vikna. Gengi óverðtryggða ríkisbréfa hækkaði um 0,2% að meðaltali í síðustu viku. Ávöxtunarkrafa stystu ríkisbréfaflokkanna lækkaði mikið í síðustu viku eða um 20 punkta og hækkaði gengi stystu flokkanna um 0,12%. Capacent taldi bestu kaup á markaði í framangreindum flokkum í síðustu viku.

Að mati Capacent er ávöxtunarkrafa RIKB19 og RIKB20 of lág samanborið við ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokkanna næst þeim, RIKB17 og RIKB22. „Væntar vaxtahækkanir“ munu væntanlega hafa mest áhrif á RIKB19 og RIKB20 en líftími RIKB17 er of skammur til að vaxtahækkun muni hafa umtalsverð áhrif á flokkinn og líftími RIKB22 aftur á móti of langur. Samkvæmt framvirka ferlinum á mynd 2 eru bestu kaupin í RIKB22.

Enn lækka skuldir ríkissjóðs: Ríkissjóður Íslands greiddi upp skuldabréf þann 16. júní sem gefin voru út árið 2011. Eftirstöðvar skuldabréfanna námu 503 milljónum Bandaríkjadala eða um 62 milljörðum króna. Bréfin voru greidd af gjaldeyrisinnstæðum ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands. Uppgreiðsla skuldabréfsins var því að fullu fjármögnuð í erlendum gjaldeyri og hefur greiðslan engin áhrif á gengi krónunnar. Skuldastaða ríkissjóðs í erlendum gjaldeyri nemur 230 ma.kr. eftir greiðsluna eða 10,5% af VLF. Heildarskuldastaða ríkissjóðs verður 1.252 ma.kr. eða 57% af VLF.

Lognið á undan storminum? Þann 22. júní nk. mun Seðlabanki Íslands birta niðurstöður úr aflandskrónuútboðinu, sem fram fór fram þann 16. júní sl.

Skoða greiningu →