lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­bólguspá: Endurunnin verð­bólga

Meðfylgjandi er verðbólguspá júní mánaðar

Ég fer í fríið: Samkvæmt spá Capacent munu tveir þættir hafa afgerandi áhrif á hækkun vnv nú í júní. Fyrri þátturinn er framangreindur húsnæðisliður sem leggur til um þriðjung til hækkunar vísitölunnar. Seinni þátturinn er árstíðabundin hækkun flugfargjalda, gistingar og veitinga sem leggur til tæplega tvo þriðju af hækkun vísitölunnar.  Hvorugur þátturinn hefur mikið að gera með undirliggjandi eftirspurnarþrýsting.

Var útsala í Góða hirðinum? Sveifla í verðlagningu á ferðaþjónustu er árstíðabundin og mun verð lækka aftur í haust.  Það sem eftir stendur er hækkun fasteignaverðs en vel má rökstyðja að hækkun fasteignaverðs sé að stærstum hluta verðleiðrétting. Á mynd 3 má sjá fasteignaverð m.t.t. launa og fjármagnskostnaðar. Fasteignaverð var vel undir meðaltali m.t.t. launa og fjármagnskostnaðar er það hóf að hækka árið 2013. Velta má fyrir sér hvort núverandi hækkun fasteignaverðs sé óumflýjanlega verðleiðrétting eftir hrun fasteignaverðs í kjölfar bankahrunsins.  Slík verðleiðrétting eftir bankahrun er ekki óþekkt en skörp hækkun á fasteignaverði átti sér stað á Norðurlöndunum tæpum áratug eftir bankahrun. Verðbólgan virðist því að stærstum hluta notuð en ekki ný. Oft er hægt að gera góð kaup í Góða hirðinum og virðist Seðlabankinn hafa fundið verðbólguna sína þar.

Skoða greiningu →