lock search attention facebook home linkedin twittter

Grund­völlur fyrir erlenda fjár­festa að kaupa innlend fyrir­tækja­skulda­bréf

Skuldabréfayfirlit vikunnar

Grundvöllur fyrir erlenda fjárfesta að kaupa innlend fyrirtækjaskuldabréf:  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn benti réttilega á að sala viðskiptabankanna til erlendra fagfjárfesta væri æskileg.  Hins vegar er íslenskt bankakerfi lítið og óhagkvæmt.  Þótt allir innlendu viðskiptabankanir væru sameinaðir næðu þeir tæplega hagkvæmri stærð. Ódýrari og einfaldari leið fyrir erlenda fjárfesta væri að fjármagna innlend fyrirtæki með að kaupa íslensk fyrirtækjaskuldabréf.  Eftir nokkru gæti verið að slægjast þar sem innlent vaxtaumhverfi er hátt í alþjóðlegum samanburði.

Skoða greiningu →