lock search attention facebook home linkedin twittter

Efna­hags óvissu­tímar

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Verðbólguáhætta í lágmarki

Verðbólga og verðbólguflökt í lágmarki: Verðbólgan nú er aðeins 1,5% og flökt á verðbólgunni hefur verið mjög lágt en verðbólgan hefur sveiflast á milli 1,5% og 2,5% síðastliðið ár og hefur verðbólgan sjaldan verið stöðugri. Af þeim sökum mætti ætla að svokölluð verðbólguáhætta sé í algjöru lágmarki. Verðbólguáhættan er hluti af verðbólguálagi sem er vaxtamunurinn milli verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa. Ekki ætti tilvist verðbólguáhættu inni í verðbólguálagi að koma á óvart en töluverð óvissa er um þróun verðbólgu og eru flestir fjárfestar tilbúnir til að greiða nokkuð fyrir það öryggi sem fylgir verðtryggingu og greiða því nokkuð umfram verð fyrir verðtryggð bréf. Á mynd 3 má sjá verðbólguálag og verðbólguáhættu reiknaða af Capacent. Til 5 ára er verðbólguálagið 2,86% og 2,95% til 9 ára. Verðbólguáhættan liggur á bilinu 0,47% til 0,59%.  Verðbólguáhættan er nokkuð hærri til lengri tíma en svo virðist vera sem verðbólguálagið endurspegli ekki þá áhættu sem felst í að fjárfesta í óverðtryggðum bréfum til lengri tíma þ.e. munurinn milli 5 og 9 ára verðbólguálags ætti að vera meiri og verðbólguálagið til 10 ára að vera hærra en 10 punktar.

Trúverðugleikamælir á peningastefnuna: Mæling verðbólguáhættu er nokkurs konar trúverðugleikamælir á peningastefnuna en lykilþættir í mælingunni eru verðbólgan, stöðugleiki verðlags eða verðbólgu og trú og traust fjárfesta sem endurspeglast í verðbólguálagi.

.

Skoða greiningu →