lock search attention facebook home linkedin twittter

Eru einhverjar töggur í fjár­mála­stöð­ug­leika­ráðinu?

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Mikill gengislækkun óverðtryggðra skuldabréfa: Síðasta vika var önnur vikan í röð sem gengi óverðtryggðra skuldabréfa lækkar.  Gengi óverðtryggðra skuldabréfa lækkaði að meðaltali um 0,23% í vikunni. Gengi skuldabréfa lækkaði hratt fyrri hluta vikunnar en svo virðist sem að fjárfestar hafi í auknu mæli verið farnir að búast við vaxtahækkun. Lækkun á gengi skuldabréfa gekk svo að einhverju leyti til baka er bankinn tilkynnti svo um að hann myndi halda vöxtum óbreyttum. Capacent deildi skoðun markaðsaðila og taldi nærri jafn miklar líkar á hækkun vaxta og að þeir yrðu óbreyttir.  Það virðist því vera einhver reiknivilla í spálíkani Capacent sem byggir á slembigangi (random walk) seðlabankastjóra.

Eru einhverjar töggur í fjármálastöðugleikaráðinu? Á ársfundi Seðlabanka í gær kom fram í erindi fjármálaráðherra að varúðarreglur og  fjármálastöðugleikaráð myndu leysa fjármagnshöftin af hólmi.  Valdheimildir ráðsins virðast vera fremur víðtækar ef marka má umsögn um frumvarp til laga um ráðið. Að auki gerði seðlabankastjóri að umtalsefni að varúðarreglur séu til staðar sem takmarka verulega möguleika banka til að taka áhættu í erlendum gjaldmiðlum.

Skoða greiningu →