lock search attention facebook home linkedin twittter

Umtals­verðar líkur á vaxta­hækkun

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar þar sem er birt bráðabirgða verðbólguspá fyrir mars en við munum birta verðbólguspá marsmánaðar eftir helgi.

Við metum líkur á vaxtahækkun nærri jafnmiklar og að vextir haldist óbreyttir:  Veðstuðlar fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans þann 16. mars næstkomandi eru eftirfarandi; i) Óbreyttir vextir 1,0  ii) 50 punkta hækkun 1,25 iii) 50 punkta lækkun 5,0.

Kröftug hækkun vísitölu neysluverðs í mars en þó minni en á sama tíma í fyrra:  Bráðabirgða verðbólguspá Capacent hljóðar upp á 0,6 til 0,7% hækkun vísitölu neysluverðs í mars.  Þeir þættir sem ráða mestu, eru hækkun fasteignaverðs og útsölulok.  Samanlagt leggja þessir þættir til 0,4 til 0,5% hækkunar vísitölu.  Hærra eldsneytisverð og flugfargjöld leggja til tæplega 0,1% hækkun. Samkvæmt lauslegri könnun hefur verð flugfargjalda lítið breyst þrátt fyrir að páskafrí sé á næsta leiti.

Skoða greiningu →