lock search attention facebook home linkedin twittter

Skulda­bréf – Vænt­ingar um vaxandi verð­bólgu

Meðfylgjandi er skuldabréfayfirlit vikunnar

Í yfirlitinu er fjallað um vaxandi verðbólgu og fjárfestingaráætlun Capacent sem hefur gefið 80%

Væntingar um vaxandi verðbólgu:  Árið 2016 hefur farið rólega af stað á skuldabréfamarkaði. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur hækkað í viðskiptum síðustu daga. Verðbólguálag til 8 ára er nú 3,2% en var um 3,0% fyrir viku síðan.  Hækkun vísitölu neysluverðs umfram væntingar í febrúar virðist því ekki hafa slegið fjárfesta út af laginu.  Fjárfestar virðast ekki hafa losað sig við óverðtryggð skuldabréf, fremur bætt í við eign sína í verðtryggðum skuldabréfum. Síðastliðna viku hækkaði gengi verðtryggðra bréfa um 0,8% að meðaltali.  Gengi óverðtryggðra bréfa lækkaði um 0,25% að meðaltali

Tími sumarhækkana hjá flugfélögunum eru á næsta leiti:  Páskarnir eru í lok mánaðarins en svo skemmtilega vill til að mæling Hagstofu Íslands á verði flugfargjalda miðast við lok mánaðarins.  Einnig er síðustu útsölunum oft að ljúka í lok febrúar. Það er því útlit fyrir ágætis hækkun vísitölu neysluverðs í mars.

180% ávöxtun á ársgrunni:  Frá því við lögðum fram fjárfestingaráætlun um skortsölu RIKB19 gegn kaupum í HFF44 hefur gengi HFF44 hækkað um rúmlega 2,6% en gengi RIKB19 hækkað örlítið.  Fjárfestir sem skortseldi RIKB19 fyrir 10 m.kr. að nafnvirði eða 10,7 m.kr. að markaðsvirði þyrfti að greiða um 30 þúsund krónur vegna hækkunar á gengi RIKB19 ef samningi yrði lokað.  Á sama tíma hefur verðmæti HFF44 hækkað um 282 þús.kr. Hagnaður nemur því 252 þúsund sem nemur um 80% ávöxtun á ársgrunni.

Skoða greiningu →