lock search attention facebook home linkedin twittter

Fast­eigna­félög – Viðbrögð við uppgjörum 2015

Við fyrstu sýn virðist afkoma fasteignafélaganna vera nokkuð í takt við væntingar Capacent.

Nú hafa öll fasteignafélögin á markaði birt afkomu sína fyrir árið 2015

Við fyrstu sýn virðist afkoma fasteignafélaganna vera nokkuð í takt við væntingar Capacent. Töluverður tími er um liðinn síðan síðustu verðmöt voru unnin á haustmánuðum.  Frá þeim tíma hefur skuldabréfaálag fasteignafélaga lækkað, auk þess sem nú er komin reynsla á bréf Eikar og Reita á markaði. Ávöxtunarkrafa okkar mun því lækka eitthvað. Einnig höfum við endurskoðað aðferðafræði okkar við ákvörðun á fjármagnsskipan fasteignafélaganna. Sú breyting mun hafa jákvæð áhrif á verðmat Reita en minni áhrif á Eik og Reginn.

Eik: Eik líkt og Reginn hefur verið fremur umsvifamikið í fasteignaþróun en nýlega keypti félagið Hótel 1919 og er með þróunarverkefni á Suðurlandsbraut. Tekjur félagsins fyrir matsliði (NOI) voru örlítið lægri en við gerðum ráð fyrir. Á móti kemur þó lægri ávöxtunarkrafa sem mun hafa jákvæð áhrif á verðmatið.

Reitir: Rekstur Reita hefur verið mjög stöðugur og voru tekjur félagsins fyrir matsliði (NOI) um 150 m.kr. hærri en við gerðum ráð fyrir. Hærri tekjur, auk endurskoðaðrar aðferðafræði við ákvörðun fjármagnsskipan og lægri ávöxtunarkrafa mun hafa jákvæð áhrif á verðmatið.

Reginn: Rekstrarhagnaður fyrir matsliði (NOI) var nokkuð lægri en við væntum eða 200 m.kr. Við fyrstu sýn virðist sem hagnaður af Fastengissafninu sé lengur að skila sér en við gerðum ráð fyrir í fyrstu

Það skal ítrekað að hér eru aðeins viðbrögð við fyrstu sýn en ítarlegt verðmat mun birtast von bráðar