lock search attention facebook home linkedin twittter

Heldur hefur sigið á ógæfu­hliðina hjá skulda­bréfum

Skuldabréfayfirlit önnur vikan í febrúar

Heldur hefur sigið á ógæfuhliðina hjá skuldabréfum: Gengi bæði verðtryggðra og óverðtryggðra bréfa hefur lækkað umtalsvert frá áramótum. Gengi óverðtryggðra bréfa hefur lækkað um 0,7% og verðtryggðra um 1,8%. Sjá má á mynd 1 að ávöxtunarkrafa óverðtryggðra bréfa hefur hækkað um 25 punkta að meðaltali eða úr um 5,75% í 6,0%.

Á mynd 3 má sá að ávöxtunarkröfu verðtryggðra bréfa hefur hækkað um 11 til 18 punkta. Verðbólguálagið hefur því mjakast örlítið upp á við og er verðbólguálag til 8 ára nú 3% en var um 2,85% fyrir um mánuði síðan.

Síðasta vika var ekki alslæm en gengi verðtryggðra skuldabréfa stóð að mestu í stað. Gengi óverðtryggðra bréfa hækkaði örlítið og var að meðaltali 0,23% hærra en í síðustu viku. Helstu kauptækifæri samkvæmt óverðtryggða vaxtaferlinum er í RIKB22.

Ágætar horfur þótt oft hafi verið bjartara yfir skuldabréfamarkaði:  Vissulega eru miklar líkur á að stýrivaxtahækkun og þegar kemur til hlutafjárútboðs bankanna mun framboð verðbréfa aukast mikið.

Á móti kemur….Að útlit er fyrir samdrátt í framboði ríkistryggðra skuldabréfa. Efnahagshorfur hér eru bjartari en víðast annars staðar.  Innlent bankakerfi hefur farið í gegnum mikinn hreinsunareld sem erlendir bankar hafa fæstir gengið í gegnum.

Ástandið á Íslandi var ekki svo slæmt þegar síðasta Asíukreppa reið yfir! Mikið er fjallað um áhrif Asíukreppunnar á innlendan verðbréfamarkað. Þegar síðasta Asíukreppa reið yfir gekk eitt lengsta og mesta hagvaxtarskeið seinni ára yfir Ísland með um og yfir 5% hagvexti.  Erfitt er að sjá af hverju Asíukreppan nú ætti að hafa mikið meiri áhrif.  Að mati Capacent eru mestar líkur á að fjárfestar frá Asíu kaupi innlend verðbréf frekar en selji. Íslandi ætti að veita gott skjól fyrir fjárfesta.

Skoða greiningu →