lock search attention facebook home linkedin twittter

Búast fjár­festar við vaxta­hækkun?

Skuldabréfagreining 5. febrúar 2016.

Rauðleitt sólarlag á skuldabréfamarkaði:  Gengi skuldabréfa hefur gefið vel eftir síðastliðna viku. Gengi óverðtryggðra bréfa hefur lækkað að meðaltali um 0,45% síðastliðna viku samfara 0,1% hækkun ávöxtunarkröfunnar. Óverðtryggðir vextir eru nú rúmlega 6% að meðaltali.

Búast fjárfestar við vaxtahækkun? Verðtryggða ávöxtunarkrafan hefur einnig hækkað að meðaltali um 0,1%.  Gengi verðtryggðra bréfa hefur lækkað meira eða um 0,75%  að meðaltali enda verðtryggðu bréfin mun næmari fyrir breytingum í ávöxtunarkröfu vegna lengri meðaltíma. Það eru fyrst og fremst langtímavextir sem eru að hækka á meðan skammtímavextir eru nær óbreyttir. Framangreind þróun bendir því ekki til væntinga um vaxtahækkun fremur um hærra vaxtastig til framtíðar.  Að mati Capacent eru skammtíma vextir upp á 6% of lágir. Samkvæmt framvirka vaxtaferlinum á mynd 2 virðist helst vera tækifæri í lengstu bréfunum RIKB31 og stystu bréfunum RIKB17 og RIKB19. Bréfin RIKB17 og RIKB19 eru þó ekki ýkja spennandi út af væntum vaxtahækkunum næsta árið.

Verðtryggðir vextir nætti tvöfalt hærri en langtíma spár um hagvöxt: Að mati Capacent er þó besta tækifærið í skammtíma verðtryggðum íbúðabréfum eða HFF24, en ávöxtunarkrafan er töluvert hærri en langtímaspár um hagvöxt sem hljóða flestar upp á um 2% hagvöxt. Langtíma hagvaxtarspá OECD fyrir Ísland hljóðar upp á 1,8%. Af þeim sökum er ekki hægt að líta framhjá vöxtum sem eru yfir 3%.

Skoða greiningu →