lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­bólguspá Capacent fyrir mars

Fjár­mála­ráð­gjöf Capacent spáir rúmlega 0,6% hækkun vísi­tölu neyslu­verðs í mars. Á sama tíma fyrir ári síðan hækkaði vísi­tala neyslu­verðs um 0,2% og hækkar því ársverð­bólgan úr 0,8% í 1,2%. Að þessu sinni eru ráðandi þættir í hækkun vísi­tölu neyslu­verðs; hækk­anir í kjölfar útsölu­loka, hækkun fast­eigna­verðs og hækkun flutn­ings­kostn­aðar vegna elds­neyt­is­verðs­hækk­unar.

Sveiflu­kenndir liðir ráða för

Hækkun vöru­verðs vegna útsölu­loka og hækkun flutn­ings­kostn­aðar vegna elds­neyt­is­verðs­hækkana er ekki vegna undir­liggj­andi verð­bólgu­þrýst­ings. Annars vegar er um árstíða­sveiflu um að ræða og hins vegar verð­breyt­ingar á alþjóða­mörk­uðum.

Eðlileg leið­rétting eða eftir­spurn­ar­þensla?

Mikil hækkun á raun­virði fast­eigna ætti ekki að koma á óvart en raun­verð fast­eigna er enn nokkuð frá því sem það var á árunum fyrir banka­hrun. Lítið hefur verið byggt og Íslend­ingum fjölgað um 10 þúsund frá árinu 2008. Erfitt er að full­yrða að hækkun fast­eigna­verðs nú sé til marks um mikla eftir­spurn­ar­þenslu. Vel má færa fyrir því rök að að hækkun fast­eigna­verðs nú sé leið­rétting. Fjár­mála­ráð­gjöf Capacent gerir ráð fyrir 0,8% hækkun á fast­eigna­verði sem samsvarar um 10% nafn­verðs­hækk­unar á ársgrund­velli.  Ekki er gert ráð fyrir mikilli hækkun leigu­verðs en leigu­verð í vísi­tölu neyslu­verðs byggir að hluta á leigu í félags­legu húsnæði sem hækkaði tölu­vert um áramótin. Samtals leggur húsnæð­islið­urinn 0,13% til hækk­unar vísi­tölu.
Það sem fer upp kemur niður aftur – Lækkun olíu­verðs um  10% frá mánaða­mótum: Olíu­verð hefur lækkað um 10% frá lokum febrúar. Gengi banda­ríkja­dals hefur hins vegar styrkst um rúmlega 5% á móti gengi íslensku krón­unnar. Því eru frekar líkur á lækkun elds­neyt­is­verðs á næst­unni en hækkun. Áhrif hærra elds­neyt­is­verðs koma fram í flutn­ings­kostnaði en fjár­mála­ráð­gjöf Capacent gerir ráð fyrir að aukinn flutn­ings­kostn­aður hafi áhrif sem nemur 0,25% til hækk­unar á vísi­tölu neyslu­verðs. Rætur hækk­unar flutn­ings­kostn­aðar skiptast nær til helm­inga á milli bensíns og flug­far­gjalda.

Flug­far­gjöldin eru jókerinn í vísi­tölu neyslu­verðs

Lausleg könnun fjár­mála­ráð­gjafar bendir ekki til veru­legra hækkana á flug­far­gjöldum. Flug­far­gjöldin eru eftir sem áður jókerinn í spá fjár­mála­ráð­gjafar Capacent.
Útsölulok: Vetr­ar­út­sölum lauk nú um mánaða­mótin. Hækkun á verði fatn­aðar, húsgagna raftækja og annarra vara vegna útsölu­loka skila sér í 0,25% hækkun vísi­tölu­neyslu­verðs. Aðrir liðir hafa lítil áhrif á vísi­tölu neyslu­verðs. Samtals gerir fjár­mála­ráð­gjöf ráð fyrir rúmlega 0,6% hækkun vísi­tölu neyslu­verðs eða  0,64% í mars.

Skoða greiningu →