lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­bólguspá Capacent fyrir maí

Fjár­mála­ráð­gjöf Capacent spáir 0,2% hækkun á vísi­tölu neyslu­verðs.

Litlar hækk­anir á fast­eigna­markaði…?

Mæling vísi­tölu neyslu­verðs (vnv) í apríl var lítil­lega undir okkar áætlun en vísi­talan hækkaði um 0,14% en fjár­mála­ráð­gjöf Capacent gerði ráð fyrir 0,28%. Megin orsakir voru að hækkun fast­eigna- og bens­ín­verðs voru mun minni en við höfðum gert ráð fyrir.

Engin velta á fast­eigna­markaði.…Hversu marktæk verður mæling vísi­tölu í maí

Vegna verk­falls lögfræð­inga hjá sýslu­manns­emb­ættinu á höfuð­borg­ar­svæðinu hefur engum kaup­samn­ingum verið þing­lýst frá 6. apríl. Í ljósi aðstæðna ætti lítil hækkun á fast­eigna­markaði í síðasta mánuði ekki að koma á óvart. Sömu­leiðis gerir fjár­mála­ráð­gjöf Capacent ráð fyrir lítilli hækkun fast­eigna­verðs í maí. Að vísu byggist mælingin á 3 mánaða tíma­bili en tæplega eru forsendur fyrir miklum verð­breyt­ingum þegar engar eða litlar upplýs­ingar liggja fyrir um viðskipti á fast­eigna­markaði yfir lengri tíma. Af fram­an­greindum sökum mun Fast­eignamat ríkisins treg­lega geta birt vísi­tölu fast­eigna­verðs í maí. Fjár­mála­ráð­gjöf Capacent gerir ráð fyrir að fast­eigna­liður vísi­tölu leggi 0,07% til hækk­unar vnv og vegur leigu­verð þar þungt. Lítil hækkun fast­eigna­verðs nú vegna verk­falls er þó skamm­góður vermir enda frestast hækkun fast­eigna­verðs aðeins fram á sumar eða haust.

Frestun á hækkun ekki sama og lægri verð­bólga

Miklar verð­hækk­anir voru á elds­neyt­is­verði um miðjan síðasta mánuð. Við reikn­uðum með að hækk­unin kæmi inn að meiri þunga í síðasta mánuði en raun varð. Hækkun á elds­neyt­is­verði nú verður því umtals­verð þótt verð­skrár­hækk­anir olíu­fé­lag­anna hafi verið litlar að undan­förnu.  Samtals gerum við ráð fyrir elds­neyt­is­verð hækki um 2% og leggi til um 0,08% til hækk­unar vnv.

Lognið á undan storm­inum? Að öllu jöfnu er maímán­uður fremur tíðinda­lítill mánuður enda flestum verð­skrár­hækk­unum lokið eftir áramót og enn nokkuð í að sumar­út­sölur byrji.  Að þessu sinni bætist svo við óvissa vegna kjara­samn­inga og því ólík­legt að miklar verð­breyt­ingar verði fyrr en niður­staða kjara­samn­inga liggur fyrir. Aðrir liðir en fast­eigna­verð og elds­neyt­is­verð munu leggja til um 0,05% til hækk­unar vnv og spáir fjár­mála­ráð­gjöf Capacent því 0,2% hækkun vnv. Verð­bólgan á ársgrunni verður því 1,6% í maí og enn vel undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­bankans.

Skoða greiningu →