lock search attention facebook home linkedin twittter

Seðla­bankinn býður til veislu

Skuldabréfayfirlit Capacent - 1. vika, ágúst

Ávöxt­un­ar­krafa ríkis­bréfa er sérstak­lega athygl­is­verð í ljósi peninga­mark­aðs­vaxta og hörðum tón Seðla­bankans er varða vaxta­hækk­anir. Oft felast mikil tæki­færi í breyt­ingum, jafnvel þótt um vaxta­hækkun sé um að ræða.

Tæki­færi í skort­sölu ríkis­bréfa

Vextir á skulda­bréfinu RIKB31 eru 6,5% og ávöxt­un­ar­krafa 6,53%. Uppgjörs­gengi (e. dirty price) bréfsins er því 103,11. Fram­an­greint þýðir að ef 1.000.000 kr. að nafn­verði eru skort­seld í RIKB31 fæst greiðsla sem nemur 1.031.123 kr. Heild­ar­greiðslur af bréfinu nema 2.040.000 kr. en vextir eru 6,5% og sextán vaxta­greiðslur eftir en loka­gjald­dagi bréfsins er í janúar árið 2031.
Út frá ávöxt­un­ar­kröfu RIKB31 eru jafn­vægisvextir 4,51% en veðlána­vextir nema nú 5,75%

Til að geta staðið undir greiðslum af bréfinu þarf að meðal­tali að fá um 4,51% vexti til gjald­daga. Peninga­mark­aðsvextir til 1 mánaðar eru 5,20% og þurfa því meðal­vextir að vera að lágmarki um 70 punktum lægri yfir tíma­bilið til að spákaup­maður tapi á skort­sölu. Útlit er þó fyrir að vextir hækki um 100 punkta eða að peninga­mark­að­vextir verði um 6,2%, ef eitt­hvað er að marka yfir­lýs­ingar Seðla­bankans.  Jafnvel þótt 15 ár séu langur tími þá gæti tímabil afnáms gjald­eyr­is­hafta með háum stýri­vöxtum varað í nokkuð langan tíma.  Einnig er ekki ólík­legt að einhvern tímann á næst­unni hækki ávöxt­un­ar­krafa samfara hressi­legri vaxta­hækk­unum. Uppgjör skort­stöðu væri þá fýsi­legt. En galli er þó á gjöf Njarðar…..skort­sala er dýr og mark­aðs­myndun mætti vera skil­virkari…

Nú er Snorrabúð stekkur – Grunnur mark­aður

Breyt­ingar eru æski­legar á skulda­bréfa­markaði ef mark­aðs­að­ilar ætla að geta tekið við erlendum fjár­festum án þess að mark­að­urinn fari á hliðina. Samkvæmt heim­ildum fjár­mála­ráð­gjafar Capacent ollu viðskipti erlendra aðila mikilli lækkun á ávöxt­un­ar­kröfu á skulda­bréfa­markaði. Fjárhæð viðskipt­anna var þó vel innan við 10 ma.kr. og voru viðskiptin yfir nokkra viðskipta­daga.  Í sögu­legu samhengi skulda­bréfa­mark­aðar er sú fjárhæð fremur lág.

Vantar allt Malt í mark­aðs­aðila?

Umhugs­un­ar­efni er hvort ekki sé kominn tími til að leysa múlinn af fjár­fest­ing­ar­bókum bank­anna og liðka fyrir skort­sölu, ef innflæði fjár­magns erlendra fjár­festa inn á skulda­bréfa­markað á ekki að setja vaxta­markað á hliðina.

Skoða greiningu →