lock search attention facebook home linkedin twittter

Lesa má út vænt­ingar um vaxta­lækkun á skulda­bréfa­markaði

Skulda­bréfayf­irlit með helstu tæki­færum á markaði og umfjöllun um skulda­bréfa­markað og peninga­mála­stefnuna

Ávöxt­un­ar­krafa óverð­tryggðra hefur lækkað um 160 punkta

Ávöxt­un­ar­krafa langra óverð­tryggðra skulda­bréfa hefur lækkað um 160 punkta síðast­liðna 3 mánuði eða um 1,6 prósentu­stig á sama tíma og Seðla­banki Íslands hefur hækkað vexti um 1 prósentu­stig.  Segja má að um nokkra öfug­þróun sé um að ræða. Í þessu samhengi er athygl­is­vert að skoða lögun vaxta­fer­ilsins en hann lýsir fremur vænt­ingum um óbreytta stýri­vexti eða lítils­háttar lækkun vaxta. Ávöxt­un­ar­krafa til tæplega 1,5 árs er 6,18% en til tæplega 10 ára 5,87%.

Lækkun verð­tryggðra vaxta hefur verið heldur minni

Lækkun verð­tryggðra vaxta hefur verið heldur hófstemmdari en ávöxt­un­ar­krafa verð­tryggðra bréfa sem hefur lækkað um 16 til 31 punkt. Verð­bólgu­álag hefur því lækkað veru­lega eða 130 punkta eða 1,3 prósentu­stig

Trúverð­ug­leiki peninga­stefn­unnar

Viðbrögð á vaxta- og skulda­bréfa­markaði eru undarleg en að öllu jöfnu ættu vextir að hækka vegna vænt­inga um vaxta­hækk­anir og vaxta­ferill að sýna vænt­ingar um vaxta­hækk­anir. Þróun á skulda­bréfa­markaði gæti bent til trúverð­ug­leika­brests  peninga­stefn­unnar.

Hann er að á fara ball og fæst ekki um gömlu partýtjónin

Skoðum margra er að vaxta­stefna Seðla­bankans fyrir banka­hrun hafi kynt undir þenslu með hækkun vaxta­munar við útlönd og þannig hvatt til erlendrar lántöku og innstreymi fjár­magns spákaup­manna. Hegð­un­ar­mynstrið og vísbend­ing­arnar af markaði minna um margt á þá atburðarás sem hófst árið 2004. Ef þær vísbend­ingar eru á rökum reistar, bendir það til að við séum að fara í víxl­verkun vaxta­hækk­anna og geng­is­styrk­ingar.

Sú gamla er enn að víkka dressið frá 2007

Á sama tíma og vernd­arar verð­stöð­ug­leika hækka vexti af miklum móð er Seðla­bankinn enn að kaupa gjald­eyri og að víkka peninga­stefnuna m.t.t. þjóð­hags­var­úð­ar­sjón­ar­miða. Síðasta stýri­vaxta­hækkun bankans sló því líkt og að hljóm­sveitin sé byrjuð að spila, sá gamli er kominn í ball­gírinn en sú gamla er enn að víkka dressið frá 2007.

Vaxtavæl Capacent

Vissu­lega eru vextir háir á Íslandi og kostn­aður því samfara hár en sjá má vaxtamun milli íslenskra milli­banka­vaxta og milli­banka­vaxta evru á mynd 6. Þegar verið er að gagn­rýna háa stýri­vexti Seðla­bankans verður að horfa til ábatans af sjálf­stæðri peninga­mála­stefnu með sveigj­an­legu gengi. Ferða­manna­iðn­að­urinn væri vænt­an­lega svipur á sjón, atvinnu­leysi mun hærra og afskriftir bank­anna á útlánum mun hærri ef gengi krón­unnar væri það sama og 2008. Oft er því verið að kasta steinum úr gler­húsi þegar vaxta­stefnan er gagn­rýnd en starf verð­stöð­ug­leika­varða virðist vera jafn vinsælt og starf stöðu­mæla­varða ef marka má umræðuna undan­farið. Að gagn­rýna vaxta­stefnu Seðla­bankans er líkt og að gefa bráð­látu barni brjóst­sykur, hann æsist allur upp og verður enn óbil­gjarnari í afstöðu sinni. Ástæða þess liggur í að sjálf­stæði bankans er lykil­for­senda og grunn­stoð starf­semi hans. Hins vegar verður bankinn að horfa til mögu­legs innstreymis gjald­eyris og að of háir stýri­vextir geti haft neikvæð áhrif á stöð­ug­leika hagkerf­isins.

Skoða greiningu →