lock search attention facebook home linkedin twittter

Íslenskt skyr og skuldir svíkja engan

Erlendir aðilar að verða stærstu eigendur ríkis­bréfa: Eign erlendra aðila í íslenskum ríkis­bréfum er alltaf að aukast og nam eign erlendra aðila í íslenskum ríkis­skulda­bréfum tæpum 171 ma.kr. í ágústlok og var litlu minni en innlendra lífeyr­is­sjóða en eign þeirra nam rúmlega 183 ma.kr.

Íslensk skulda­bréf virðast vera að ná fyrri vinsældum og vera sívinsæl erlendis líkt og íslenskt skyr.

Góð kaup í RIKB20 og HFF24

Út frá óverð­tryggða vaxta­ferl­inum er bestu kaupin eru í RIKB20 en flokk­urinn virðist fremur óvin­sæll meðal stærstu fjár­festa, ekki nógu langur eða nógu stuttur. Út frá verð­tryggða vaxta­ferl­inum eru bestu kaupin í HFF24.

Af fjár­laga­frum­varpinu- Bank­arnir eru líkt og unglinga­bóla á nefi ríki­s­jóðs sem næst ekki af

Í fjár­lögum er ekki gert ráð fyrir tekjum af banka­sölu. Upphaf­lega var gert ráð fyrir að sala bank­anna tæki um 5 ár en lög um Banka­sýslu ríkisins gerðu ráð fyrir um 5 ára starfs­tíma. Henni yrði lokað haustið 2014 er sölu bank­anna væri að mestu lokið. Um háar fjár­hæðir er að ræða ef sala á eign­ar­hluta ríkisins í bönk­unum fer fram en sjá má eign­ar­hluti ríkisins í eigin fé fjár­mála­stofnana á mynd að neðan. Samtals nemur hlutur ríkisins í eigin fé viðskipta­bank­anna 265,8 ma.kr. m.v. fyrri árshluta 2015.

Of stórt til að kyngja?

Eigið fé Lands­bankans er þrefalt hærra en heild­ar­eignir lífeyr­i­s­jóða­kerf­isins í viðskipta­bönk­unum námu þegar þær náðu hámarki árið 2007. Hæstur fór eign­ar­hlutur lífeyr­is­sjóð­anna í viðskipta­bönk­unum í um 17,3% um áramótin 2003 til 2004.  Það er þó ekki aðeins eign­ar­hlutur í Lands­bank­anum sem þarf að selja.  Sagan segir okkur að sala innlendra banka til erlendra fjár­festa hefur reynst erfið. Allir þrír bank­arnir eru fremur stórir fyrir innlendan markað og spurning hvaða eigandi ætlar að sitja með Svarta­pétur í lokin.

Skoða greiningu →