lock search attention facebook home linkedin twittter

Skulda­bréfa­mark­aður og stýri­vextir

Meðfylgj­andi er umfjöllun um skulda­bréfa­mark­aðinn og um næstu stýri­vaxta­á­kvörðun með líkinda­stuðlum

Góð vika að baki

Síðast­liðin vika var fremur róleg á skulda­bréfa­markaði. Ávöxt­un­ar­krafa óverð­tryggðra skulda­bréfa hélt þó áfram að síga og hefur gengi ríkis­bréfa hækkað um að 0,5% á einni viku samfara lækkun ávöxt­un­ar­kröfu sem nemur 9 punktum að meðal­tali. Gengi og ávöxt­un­ar­krafa verð­tryggðra bréfa var að mestu óbreytt síðast­liðna.

Verð­bólgu­álag til lengri tíma komið nærri 3%

Lang­tíma nafn­vextir á markaði eru komnir vel undir 6% og er verð­bólgu­álag til 8 ára nú 3,14%. Verð­bólgu­vænt­ingar eru enn lægri vegna verð­bólgu­á­hættu­á­lags sem er umtals­vert til svo langs­tíma.

Misverð­lagning mikil á markaði og tæki­færi

Fram­virkir ferlar bæði óverð­tryggða og verð­tryggðra bréfa benda til tölu­verðra kauptæki­færa. Hlut­falls­lega er RIKB31 og RIKB22 mjög lágt verð­lögð m.v. RIKB25.  Að mati Capacent er helsta tæki­færið á óverð­tryggða mark­aðnum til skamms tíma að að kaupa RIKB31.  HFF34 hefur löngum verið óvin­sælt og lágt verð­lagt m.t.t. annarra bréfa.  Hlut­fallsleg verð­lagning bréfsins er með hagstæð­asta móti nú.

Stýri­vextir

Við látum það í  hönd lesenda að giska á næstu breyt­ingu í stýri­vöxtum: En gefum stuðlana 2,0 á 50 punkta stýri­vaxta­hækkun, 1,5 á 25 punkta hækkun og 2,5 á óbreytta stýri­vexti.
Ath: Ekki er um bind­andi tilboð um að ræða.

Hver vinnur rauð­vín­spottinn í þínu fyrir­tæki?

Spennan er í algleymi fyrir næsta stýri­vaxta­fund Seðla­bankans. Jafn vel er fylgst með einka­lífi Peninga­stefnu­manna á netmiðlum og Justins Biebers. Skilur Seðla­banka­stjóri klósett­setuna uppi eða niðri? Atferl­is­hag­fræð­ingar- og sálfræð­ingar Capacent telja mestar líkur á 25 til 50 punkta hækkun ef marka má göngulag og látbragð Seðla­banka­stjóra frá síðustu stýri­vaxta­til­kynn­ingu. Auk þess er rétt að hafa eftir­far­andi stað­reyndir í huga;

i) Seðla­bankinn á að vera fram­sýnn, hagvöxtur var mynd­ar­legur á fyrri helm­ingi ársins, fram­leiðslu­spenna virðist fara hratt vaxandi,
ii) Kjara­samn­ingar innhéldu launa­hækk­anir sem að mati flestra hagfræð­inga munu óhjá­kvæmi­lega koma fram í verð­lags­hækk­unum,
iii) Aðhald ríkis­fjár­mála virðist fara minnk­andi í samhengi við fram­leiðslu­spennu,
iv) Einn nefnd­ar­manna vildi 75 punkta vaxta­hækkun síðast,
v) Þrýst­ingur á Seðla­bankann er mikill um að halda stýri­vöxtum óbreyttum, ef bankinn heldur stýri­vöxtum óbreyttum þarf rökstuðn­ingur bankans að vera enn sterkari til að sýna fram á að bankinn hafi ekki látið undan þrýst­ingi.

Eina sem vinnur á móti stýri­vaxta­hækkun er geng­is­styrking og betri verð­bólgu­horfur til skamms tíma en eins og áður sagði á bankinn að vera fram­sýnn. Einnig að verð­bólgu­vænt­ingar til lengri tíma eru með allra lægsta móti líkt og fjallað var um að framan.

Mála­mynda­til­laga um 25 punkta hækkun? Vel gæti hugsast að bankinn fram­kvæmi mála­mynda­til­lögu um 25 punkta hækkun.

Skoða greiningu →