lock search attention facebook home linkedin twittter

…og já jóla­sveinninn er lentur

Skuldabréfayfirlit Capacent - 2. vika, október

Methækk­anir á skulda­bréfa­markaði

Síðast­liðinn mánuð hefur gengi óverð­tryggðra ríkis­bréfa hækkað um 1,9% að meðal­tali. Hækk­unin hefur þó verið mjög misjöfn eftir flokkum en gengi skamm­tíma ríkis­bréfa hefur lítið hækkað eða vel innan við eitt prósent. Hins vegar hefur gengi lang­tíma ríkis­bréfa hækkað líkt og hluta­bréf á sterum eða um 4,3% sem jafn­gildir um 66% hækkun á ársgrunni. Í gær hækkaði gengi lengstu ríkis­bréf­anna um  1,5%. Óhætt er að segja að skuldir ríkis­sjóðs séu eftir­sóttar nú um stundir en sjá má hækk­anir á skulda­bréfa­markaði í töflu hér að neðan.

Þar fauk trúverð­ug­leiki peninga­stefn­unnar líkt og trampólínið á hús nágrannans

Stýri­vextir Seðla­bankans mynda vaxta­viðmið sem aðrir vextir eiga að fylgja. Stýri­vextir Seðla­banka hafa hækkað um hálft prósentu­stig en á sama tíma hafa vextir á markaði lækkað um 1,3 prósentu­stig.  Seðla­bankinn virðist hafa misst stjórn á vaxta­skipinu tíma­bundið í það minnsta enda illvið­ráð­an­legt líkt og trampólín í stormi.

Grillilmur liggur í loftinu, uppskrift októ­ber­mán­aðar

Að skort­selja skamm­tíma vexti og taka stöðu í lang­tíma vöxtum er sígilt og klikkar sjaldan. Fram­an­greint veðjar á að erlendir fjár­festar sem hafa setið fastir í skamm­tíma ríkis­bréfum vegna gjald­eyr­is­hafta losi sig úr stöðum samfara afnámi gjald­eyr­is­hafta.  Fjár­festar geta svo fjár­fest í lang­tíma óverð­tyggðum ríkis­bréfum eða lang­tíma verð­tryggðum skulda­bréfum eftir smekk.  Það ræðst af því hvort fjár­festar telji að verð­bólga fari vaxandi eða haldist lág næstu mánuði og að áfram verði eftir­spurn eftir lang­tíma ríkis­bréfum.

Skoða greiningu →