lock search attention facebook home linkedin twittter

Sjaldan hafa sést viðlíka geng­is­hækk­anir á skulda­bréfa­markaði líkt og síðast­liðinn mánuð

Skulda­bréfayf­irlit Capacent – 3. vika, október

Mark­aðsvextir lægri en stýri­vextir

Ekkert lát virðist vera á lækkun ávöxt­un­ar­kröfu ríkis­bréfa og lækkaði hún um 11 punkta að meðal­tali síðast­liðna viku og hækkaði gengi bréf­anna að meðal­tali um 0,57% en gengi lengsta ríkis­bréf­anna hækkaði þó hlut­fal­lslega mest eða um 1,45%.

Lang­tíma ríkis­skulda­bréf hafa hækkað um 6,5% í verði síðast­liðinn mánuð

Sjaldan hafa sést viðlíka geng­is­hækk­anir á skulda­bréfa­markaði líkt og síðast­liðinn mánuð. Gengi ríkis­skulda­bréfa hefur hækkað um 2,67% að meðal­tali og lengstu ríkis­bréf­anna RIKB31 um 6,5%. Út frá fram­virka ferli óverð­tryggðra bréfa virðast vera tæki­færi í kaupum á RIKB22.

Verð­tryggð bréf á lygnum sjó

Gengi íbúða­bréfa hækkaði um 0,33% síðast­liðna viku og 1,56% að meðal­tali síðast­liðinn mánuð.  Út frá fram­virka ferl­inum virðist hlut­fallsleg verð­lagning allra bréfa rétt.

Hvar eru verð­bólgu­vænt­ing­arnar?

Verð­bólgu­vænt­ingar til 8 ára eru nú 2,81% og eru nú komnar á svip­aðar slóðir og um áramótin er þær voru lægstar.

Okkar eigið Síma­útboð –Allir mega vera memm

Ávöxtun líkt og á Síma­bréfum með afslætti: Í síðasta skulda­bréfayf­ir­liti var lagt til að fjár­festar skort­seldu RIKB16 og keyptu RIKB31. Frá því að síðasta skulda­bréfayf­irlit kom út þann 8. október hefur gengi RIKB31 hækkað um 2,3% en gengi RKB16 um 0,1%. Ávöxtun hefur því verið líkt og á hluta­bréfum Símans með afslætti.
Hagn­aður 204 þús.kr. ávöxtun 168,5%

Í töflu til hliðar má sjá uppgjör samn­ings þar sem lán er greitt upp m.v. 10 milljón króna samning. Kostn­aður láns hefur numið rúmlega 41 þús. kr. en  geng­is­hagn­aður á RIKB31 nemur tæplega 245 þús.kr. og hagn­að­urinn því 204 þús.kr. Hér er ekki tekið tillit til viðskipta­kostn­aðar en vænt­an­legar þókn­anir af slíkum samn­ingi nema líklega um 100 þús.kr.  Einnig verður að hafa í huga að engin raun­veruleg fjárhæð var lögð fram og því rangt að tala um ávöxtun í fræði­legum skiln­ingi. Hins vegar þarf að leggja fram veð í slíkum viðskiptum og hefði því fram­an­greind ávöxtun endur­speglað ávöxtun veðsins af fram­an­greindum samn­ingi.

Viltu vera memm?

Þeir sem fengu ekki að vera memm í Síma­út­boðinu geta þó huggað sig við það að þeir geta fengið skulda­bréfayf­irlit Capacent.