lock search attention facebook home linkedin twittter

Enn geng­is­hækk­anir á skulda­bréfa­markaði

Skulda­bréfayf­irlit Capacent – 4. vika, október

Lækkun ávöxt­un­ar­kröfu óverð­tryggðra ríkis­bréfa var heldur minni í síðustu viku en vikurnar á undan. Gengi ríkis­bréfa hækkaði að meðal­tali um 0,37%. Gengi verð­tryggðra bréfa hækkaði mun meira síðast­liðna viku eða um 0,93% samfara lækkun ávöxt­un­ar­kröfu að meðal­tali um 10 punkta.  Verð­bólgu­á­lagið til 8 ára hefur hækkað nokkuð frá því það náði lágmarki í síðustu viku í um 2,75%. Verð­bólgu­á­lagið er nú 2,92%.

Samkvæmt fram­virka óverð­tryggða vaxta­ferl­inum  virðast bestu kaupin til skamm­s ­tíma í RIKB25 en að fjár­festar ættu heldur að létta um stöður í RIKB20.  Samkvæmt fram­virka verð­tryggða vaxta­ferl­inum virðast bestu kaupin í lengsta bréfinu HFF44.

Eftir­spurn­ar­hliðin hefur verið sterk undan­farið á skulda­bréfa­markaði. Eftir­spurn eftir skulda­bréfum getur hins vegar verið hverful. Fram­boðs­hliðin er mun stöðugri en búast má við útgáfu­á­ætlun ríkis­bréfa frá Lána­sýslu ríkisins í lok árs.

Fram­boðs­hliðin: Hressir, bætir og kætir

Fátt er meira hressandi í skamm­deginu en að lesa grein­ar­gerð Seðla­banka um uppgjör fall­inna fjár­mála­stofnana. Að mati Seðla­banka uppfylla slita­búin þrjú stöð­ug­leika­skil­yrði. Við uppgjör búanna, bráðnar snjó­hengjan að mestu sem er forsenda fyrir afnámi gjald­eyr­is­hafta. Hrein erlend skulda­staða verður sú besta til margra áratuga eftir uppgjör slitabúa. Sá vandi sem virtist illvið­ráð­an­legur og stóð fram­gangi viðskipta­lífsins fyrir þrifum virðist því að mestu leystur.

Meiri arðgreiðslur, uppgreiðsla lána og sala á eign­ar­hlut ríkisins í bönk­unum mun lækka skuldir ríkis­sjóðs

Nú stefnir allt í að Íslands­banki verði kominn í hendur ríkisins líkt og Lands­bankinn. Rekstr­ar­um­hverfi bank­anna er fremur sérstakt þar sem arðgreiðslur hafa ekki verið sérlega hagfelldar eigendum Arion banka og Íslands­banka. Fram­an­greint leiðir til þess að mikið eigið fé safnast upp í bönk­unum sem dregur úr arðsemi þeirra nema að bank­arnir stækki og auki tekju­grunn sinn um leið.

Búast má við að Íslands­banki muni í meira mæli greiða arð sem nú mun renna til ríkissins. Tekju­af­koma ríkisins mun því styrkjast tíma­bundið, auk þess sem víkj­andi lán ríkisins til bank­anna verða greidd. Háar arðgreiðslur, uppgreiðsla lána og vænt­anleg sala á eign­ar­hlut ríkisins í bönk­unum mun bæta skulda­stöðu ríkis­sjóðs og vænt­an­lega draga úr fram­boði ríkis­bréfa.

Útlit fyrir óbreytta stýri­vexti Seðla­banka

Að mati Capacent eru mestar líkur á að Seðla­bankinn haldi stýri­vöxtum óbreyttum á næsta vaxta­á­kvörð­un­ar­degi í byrjun nóvember.

Lítils­háttar hækkun á vnv

Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði 0,07% í október en Capacent gerði ráð fyrir að vnv yrði lítils­háttar fyrir ofan núllið.

Skoða greiningu →