lock search attention facebook home linkedin twittter

Verð­bólguspá Capacent fyrir nóvember

Verð­bólgan við verð­bólgu­markmið í nóvember

Verð­bólgan í 2,5% og við verð­bólgu­markmið

Ef spá Capacent gengur eftir um 0,2% hækkun vísi­tölu neyslu­verðs (vnv) í nóvember mun verð­bólgan hækka úr 1,8% í 2,5%. Í nóvember í fyrra lækkaði vnv óvænt um hálft prósentu­stig og endur­speglar mikil hækkun verð­bólgu nú fremur þá lækkun en að verð­bólgu­hraðinn sé að aukast.

Olíu­verð hefur haldist stöðugt en gengi krón­unnar hefur veikst um 5% gagn­vart banda­ríkjadal

Gengi krónu styrktist samfellt frá maí fram í miðjan október. Síðast­liðnar 4 vikur hefur vísi­tala krón­unnar veikst lítil­lega eða um 1%. Hins vegar hefur gengi krónu veikst mun meira gagn­vart banda­ríkjadal eða um 5%.  Áhrif veik­ing­ar­innar eru nær engin á verðlag nema elds­neyt­is­verð sem er að mestu reiknað í banda­ríkja­dölum og breytist ótt og títt. Olíu­verð hefur að mestu verið óbreytt síðustu tvo mánuði en vegna geng­is­veik­ingar hefur elds­neyt­is­verð hækkað um 1 til 2%. Áhrif hærra elds­neyt­is­verðs hefur um 0,05% áhrif á vnv til hækk­unar.

Enn mikil velta á fast­eigna­markaði en hefur þó dregist saman síðustu vikur

Í síðasta mánuði hækkaði fast­eigna­verð í vnv um 1,2% en mjög mikil velta hafði verið á fast­eigna­markaði vikurnar á undan. Dregið hefur úr velt­unni en útlit er þó fyrir mikla veltu og hækk­anir á fast­eigna­markaði næstu mánuði. Samkvæmt Peninga­málum Seðla­banka hafa ekki fleiri heimili séð fram á húsnæð­is­kaup síðan 2007.  Capacent gerir ráð fyrir um 0,9% hækkun fast­eigna­liðs í vnv og lítils­háttar hækkun á leigu­verði.  Hækkun fast­eigna­verðs og leigu­verðs hefur 0,15% áhrif á vnv til hækk­unar skv spá.

Lækkun á græn­meti en að öðru leyti litlar breyt­ingar á matvæla­verði

Er vetur gengur í garð tæmast hillur verslana af innlendu græn­meti og innflutt græn­meti kemur af vaxandi þunga í matvöru­búðir. Innflutt græn­meti er nokkuð ódýrara og er því reglu­bundin lækkun á græn­met­is­verði á þessum árstíma. Capacent gerir ráð fyrir að í heildina lækki matvæla­verð og hefur lækkun á matvæla­verði um 0,03% áhrif á vnv til lækk­unar.

Óvissu­þátt­urinn – Hvað gera flug­far­gjöldin?

Samkvæmt könnun Capacent stendur verð flug­miða að mestu í stað á milli október og nóvember. Sögu­lega hafa verið nokkrar hækk­anir á flug­far­gjöldum í upphafi aðvent­unnar enda borg­ar­ferðir vinsælar á þeim tíma. Capacent gerir ráð fyrir smávægi­legri hækkun og munu áhrifin á vnv vera 0,05% til hækk­unar.

Hækk­andi verð trygg­inga og þjón­ustu

Gert er ráð fyrir óbreyttu verði fatn­aðar í nóvember en líklegt er að afnám tolla á fatnaði komi fram í lægra verði fatn­aðar í desember og janúar. Ýmsir smáir þjón­ustu­þættir líkt og verð veit­inga, trygg­inga og annarrar þjón­ustu hafa lítils­háttar áhrif á vnv til hækk­unar eða 0,02%. Við gerum því ráð fyrir 0,24% hækkun vnv.

Skoða greiningu →