lock search attention facebook home linkedin twittter

Umhleyp­ingar á markaði

Nóvember - vika 2

Geng­is­lækk­anir-og hækk­anir hafa tekist á verð­bréfa­markaði í þessari viku eftir miklar lækk­anir í vikunni á undan. Mark­að­urinn virðist því vera að ná meira jafn­vægi. Ávöxt­un­ar­krafa ríkis­bréfa er nær óbreytt milli vikna eða að meðal­tali 5 punktum hærri en fyrir sléttri viku síðan. Gengi ríkis­bréfa hefur lækkað að meðal­tali um 0,14%.  Ávöxt­un­ar­krafa verð­tryggða íbúða­bréfa er að meðal­tali óbreytt milli vikna en gengið er þó örlítið lægra að meðal­tali eða um 0,08%.

Skjól í skamm­tíma skulda­bréfum

Á markaði líkt og nú þar sem bæði hluta­bréf og skulda­bréf lækka og óvissa er um fram­haldið er helst skjól í skamm­tíma ríkis­tryggðum skulda­bréfum. Ef litið er til stysta skamm­tíma ríkis­bréfa­flokksins RIKB16 er ávöxt­un­ar­krafa hans nú 5,92% eða litlu hærri en innlána­vextir af innlánum í Seðla­bank­anum sem eru 5,75%. Hvort bréfið sé fýsi­legur kostur ræðst af því hvaða vaxta­kjör bjóðast fjár­festum á innlánum. Auk þess þarf að taka til þess að frekari vaxta­hækk­anir eru líklegar.

Óvissa um fram­tíðina

Hinn mögu­leikinn sem mætti skoða er RIKB19 en ávöxtunar­krafan þar er 6,11% en fjár­fest­ing­ar­á­hættan er mun meiri. Hins vegar virðist verð­lagning þess vera hagstæð út frá fram­virka­fer­il­inum.  Óvissan í efna­hags­málum og fram­vindu fjár­mála­mark­aðar hefur sjaldan verið meiri en nú þegar afnám gjald­eyr­is­hafta er í nánd. Óvissan virðist snúast um hvort tímabil vaxandi verð­bólgu og hárra stýri­vaxta sé yfir­vof­andi eða hvort afnámi gjald­eyr­is­haftanna gæti fylgt innstreymi erlends fjár­magns með styrk­ingu krónu og hækk­unum á verð­bréfa­markaði. Sama er hvor niður­staðan verður að þá er örugg­asti fjár­fest­ing­ar­kost­urinn skamm­tíma verð­tryggð skulda­bréf eða HFF24. Ef fyrri niður­staðan verður raunin munu verð­tryggð skulda­bréf verða eftir­sótt, ef seinni niður­staðan verður ofan á mun það hafa jákvæð á allan verð­bréfa­markað.

Skoða greiningu →