lock search attention facebook home linkedin twittter

24 mar 2020

Fyrir­spurnir vegna breyttra aðstæðna

Ráðgjafar Capacent fylgja þér alla leið

Ráðgjafar Capacent taka nú við fjölda fyrirspurna vegna þeirra breyttu aðstæðna sem blasa við okkur öllum

Capacent hefur um árabil boðið fyrirtækjum aðstoð í mannauðsmálum og verið ráðgefandi við fyrirtæki á þeim tímum þegar halda þarf sérstaklega vel utan um fólk. Í ljósi þess ástands sem nú ríkir er viðbúið að fjölmörg fyrirtæki þurfi á þesskonar ráðgjöf að halda og munu ráðgjafar Capacent standa vaktina með þeim fyrirtækjum sem þurfa að takast á við nýjar áskoranir.

Sem betur fer reynir ekki oft á þessa hluti hjá fyrirtækjum og því eru mörg sem ekki hafa staðið í þessum sporum áður. Ráðgjafar Capacent hafa áralanga reynslu af því að veita fyrirtækjum ráðgjöf þegar kemur að niðurskurðaraðgerðum og breytingum á starfsháttum. Undirbúningur slíkra aðgerða er mikilvægur en framkvæmdin þarf einnig að vera vel úthugsuð því minnstu smáatriði geta haft mikið að segja um hvernig til tekst og haft áhrif bæði til góðs og ills.

Hægt er að biðja um símtal frá ráðgjafa.

Ávallt þarf að hafa heildarmyndina í huga og horfa til þeirra þriggja hópa sem standa frammi fyrir mismunandi áskorunum

Ráðgjafar Capacent eru sérhæfðir í að gera áætlanir fyrir:

  • Starfsfólk sem verður fyrir skerðingu
  • Starfsfólk sem þarf jafnvel að taka á sig aukið álag
  • Stjórnendur sem koma að framkvæmdinni

Hætt er við að mesta áherslan sé lögð á réttindaútreikninga og fleira sem auðvitað er mikilvægt að huga að en ekki má gleyma að þetta er lengra ferli sem getur tekið töluverðan tíma að framfylgja. Sé vel staðið að slíku ferli getur það skorið úr um hvort og þá hvenær fyrirtækið verður að fullu starfhæft í kjölfarið.

Gott að hafa samskiptaáætlun tilbúna og kortleggja allt upplýsingastreymi vel

Samskipti, orðræða og þau skilaboð sem koma þarf á framfæri þurfa að vera vel ígrunduð og skýr. Það að hafa samskiptaáætlun tilbúna getur komið í veg fyrir misskilning, að ótímabærar fréttir berist og að misvísandi umræða fari af stað. Það að gera góða samskiptaáætlun getur dregið úr eða komið í veg fyrir óþarfa óþægindi og eftirmála. Þessu samhliða þarf að skipuleggja og tryggja að þeir stjórnendur sem sinna eiga persónulegum samskiptum við starfsfólk hafi fengið leiðsögn og séu samhljóma í þeim skilaboðum sem þar koma fram.

Þar sem ekki eru mannauðsstjórar eða mannauðsdeildir getur verið afar gagnlegt að fá inn ráðgjafa sem þekkir þessa hluti og hefur reynslu af framkvæmd og undirbúningi. Þar sem fyrir eru mannauðstjórar hafa þeir þó einnig viljað fá inn utanaðkomandi aðstoð við svona aðstæður. Mikilvægast er að gera sér grein fyrir því að með vel útfærðri áætlun og framkvæmd má lágmarka neikvæð áhrif bæði á einstaklinga og reksturinn sjálfan.

Þegar öllu er á botninn hvolft er það svo hugarfarið og sýn einstaklingsins sem skiptir öllu máli. Að huga vel að eigin heilsu, andlegri og líkamlegri, er grunnurinn að því að við getum nokkuð gert fyrir aðra. Á það leggur Capcent áherslu í allri sinni nálgun.

Hafðu samband við ráðgjafa Capacent til að fá nánari upplýsingar og svör við spurningum tengdum þessu málefni.