lock search attention facebook home linkedin twittter

16 mar 2020

Fríar Teams vinnu­stofur

Fríar Teams vinnustofur fyrir einstaklinga og hópa hjá Capacent.

Okkur hjá Capacent er umhugað um að starfsemi okkar viðskiptavina skerðist sem minnst á meðan að á þessum fordæmalausu tímum stendur og leggja okkar af mörkum til þess.

Nýlega sendum við frá okkur „10 ráð til stjórnenda“ um það hvernig best er að halda utan um teymi sem stunda fjarvinnu en þar þarf að huga að mörgu, svo sem skipulagi vinnunnar, samskiptum innan teymisins og að halda vel og þétt utan um hópinn.
Til að fjarvinna teyma gangi sem best þarf tæknin líka að styðja við þessa vinnu. Í ljósi aðstæðna langar okkur að bjóða stjórnendum uppá fría 30 mínútna fjarvinnustofu þar sem farið er í grundvallaratriði Teams.
Teams er samvinnu- og samskiptatól frá Microsoft sem heldur á þægilegan hátt utan um teymi og verkefni.
Kennarinn á þessari vinnustofu er Hjálmur Hjálmsson, ráðgjafi í stefnumótun og stafrænum breytingum og mun kennslan fara fram í gegnum fjarfund á Teams. Hjálmur er einn reyndasti Office 365 kennari landsins og hefur haldið hundruð námskeiða og vinnustofa fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana undanfarin ár.

Áhugasamir geta haft samband við Hjálm í síma 897-1930 eða á netfangið hjalmur.hjalmsson@capacent.is