lock search attention facebook home linkedin twittter

17 jan 2020

Frábær mæting á morg­un­verð­ar­fund um menn­ingu til árangurs

Í gær, fimmtudaginn 16. janúar, bauð Capacent í morgunverðarfund í Ármúlanum.

Tilkynningar

Birna Bragadóttir og Tinni Kári Jóhannesson töluðu um verkefni sem hópur ráðgjafa hjá Capacent hefur unnið að undanfarna mánuði.

Lausnin – Menning til árangurs – er tæki til að stuðla að samræmingu vinnustaðamenningar og markmiða til að hámarka árangur.

Á morgunverðarfundinum talaði Birna um örar breytingar í umhverfi fyrirtækja og stofnana. Þar á meðal sú áhersla á að starfsfólk gerir í auknum mæli tilkall til þess að finna tilgang með starfi sínu og að áhersla stjórnunar sé á valdeflingu.

Því næst tók Tinni orðið og útskýrði algeng menningareinkenni sem raðast niður á einn ás frá sveigjanleika til stöðugleika og annan frá innbyrðis háð að sjálfstæði. Menningareinkennin hafa verið sett í búning erkitýpa sem flestir geta tengt við og sjá annað hvort í sér sjálfum eða í samstarfsfólki eða stjórnendum.

Sem dæmi má nefna hann Þorstein sem er erkitýpa tilgangsmenningar en honum er lýst sem árangursdrifnum, markmiðadrifnum, harðduglegum, sjálfstæðum og sem alfa týpu. Hann er hins vegar líka hvass í samskiptum, streituvaldandi, einstaklingshygginn og egó.

Kannastu við týpuna?

Í lok fundar sýndi Birna hvernig niðurstöður menningarmats koma til með að líta út og hvernig niðurstöðurnar geta hjálpað fyrirtækjum að bregðast við menningunni samhliða eða áður en farið er í aðrar breytingar.

Hægt er að fá fund með ráðgjöfum en síður þeirra má finna hér til hliðar.

Við þökkum þeim sem gerðu sér ferð til okkar.

 

Tenglar

Birna á LinkedIn
Tinni á LinkedIn
Lesa meira um menningu
Aðrar lausnir undir Fólk og menning