lock search attention facebook home linkedin twittter

26 feb 2020

Capacent Hlað­varpið

Capacent Hlaðvarpið er nýtt hlaðvarp frá Capacent.

Tilkynningar

Á haustmánuðum varð til sú hugmynd að Capacent myndi hoppa um borð í hlaðvarps lestina sem fer nú yfir landið. Lítum við svo á að þarna sé góð leið fyrir okkur til að annars vegar taka þátt í þeirri umræðu sem á sér stað í samfélaginu sem og að fjalla um það sem við erum að fást við alla daga.

Capacent Hlaðvarpið mun fjalla um ýmis málefni sem tengjast meðal annars rekstri, stefnumótun, stjórnun, ráðningar, menningu og fleira. Undir þessum málefnum munum við ræða sértækari atriði líkt og fjölbreytileika starfsfólks, viðskiptagreind, einfaldari stjórnsýslu, jafnrétti og menningu. Upphaf þáttana mun beinast að ráðgjöfum Capacent en færum svo út kvíarnar.
Kynningarþáttur er þegar kominn í loftið en þar er að finna stutt samtal við Halldór Þorkelsson þar sem við ræðum stuttlega hans sögu en snúum okkur fljótt að því hvernig hann sér möguleikann á að einfaldari stjórnsýslu Íslands. Fyrsti þátturinn okkar í fullri lengd er einnig aðgengilegur en þar kemur fyrir Héðinn Unnsteinsson um einmitt það, einfaldara Ísland.

Héðinn er stefnumótunar ráðgjafi sem á sér skemmtilegan feril og kann hann svo sannarlega að segja frá því á áhugaverðan hátt.

Í vikunni þar á eftir fer í loftið þáttur þar sem rætt er við Tinna Kára Jóhannesson um menningu vinnustaða, hvernig við vinnum með menninguna og hversvegna hún skiptir máli. Vikan þar á eftir mun snúast um jafnrétti kynjanna en þar verður rætt við Þórey Vilhjálmsdóttur sem hefur unnið að jafnréttismálum í þónokkur ár með frábærum árangri.

Við hlökkum til að eiga þetta ferðalag með ykkur næstkomandi vikur.

Þau Lísbet Hannesdóttir og Tinni Kári Jóhannesson tóku það verkefni að sér að hefja hlaðvarp fyrir Capacent og eru nú fyrstu þættirnir kominn í loftið. Þá verður að finna á Apple Podcast-appinu og Spotify.

Tveir þættir eru nú komnir í loftið á Spotify:

Capacent Hlaðvarpið á Spotify