lock search attention facebook home linkedin twittter

10 mar 2020

Capacent Hlað­varpið – Þórey

Þórey Vilhjálmsdóttir er viðmælandi Capacent Hlaðvarpsins að þessu sinni og ræða þau Tinni saman um jafnréttismál.

Tilkynningar

Þórey Vilhjálmsdóttir – Jafnréttismál

Þórey Vilhjálmsdóttir er næsti viðmælandi Capacent Hlaðvarpsins þar sem umræðuefnið er jafnréttismál.

Hlusta má á hlaðvarpið hér:

Jafnréttismál hafa lengi verið Þóreyju hjartans mál þó að ferill hennar hafi ekki hafist á þann hátt en í upphafi rak Þórey módel-skrifstofu. Þórey segir okkur frá þessum tíma í sínum ferli og hvaða áhrif það hafði á hana ásamt öðrum störfum líkt og tíma sínum hjá Hönnunarmiðstöð í hruninu, skrefið yfir í pólitík og hvernig öll þessi störf hafi gefið henni ákveðna innsýn og ákveðna hæfni til að vera góður ráðgjafi.

Í samtalinu við Tinna kemur Þórey inn á hvaða áhrif það hafi haft að ganga jafn hart í jafnréttismálum en í því samhengi nefnir hún að henni hafi lokast ákveðnar dyr.

Þórey hefur einnig þróað Jafnréttisvísi Capacent ásamt samstarfsfólki sínu og hefur hann fengið nokkuð mikla athygli í fjölmiðlum.

 

Um Jafnréttisvísi Capacent

Jafnréttisvísir Capacent er verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja stuðla að vitundarvakningu um jafnréttismál og móta skýr markmið í framhaldinu.

Um er að ræða stefnumótun og vitundarvakning í jafnréttismálum sem ætlað er að meta stöðu jafnréttismála út frá ítarlegri greiningarvinnu, koma á breytingaverkefnum til að bæta stöðu jafnréttismála og innleiða þau.

Með beitingu Jafnréttisvísins er tekið á öllum helstu þáttum er snerta stöðu kynjanna, eru fyrirstaða þess að kynin njóti jafnréttis og að konur fái framgang innan fyrirtækja til jafns á við karla.