lock search attention facebook home linkedin twittter

27 apr 2020

Capacent Hlað­varpið – Snorri

Snorri Jakobsson er viðmælandi Capacent Hlaðvarpsins að þessu sinni og ræða þau Tinni saman um markaðinn í kjölfar COVID-19.

Snorri Jakobsson - Markaðurinn

Í nýjasta þætti Capacent Hlaðvarpsins spjalla Snorri og Tinni um markaðinn í kjölfar COVID-19.

Hér má hlusta á þáttinn með Snorra:

Tinni Kári ræðir við Snorra um starf hans hjá Capacent og stöðuna í dag en hann hefur mikið að gera í greiningum um þessar mundir.

Spár breytast hratt og spár sem unnar voru fyrir nokkrum dögum eru orðnar úreldar og því þarf sífellt að vinna nýjar greiningar og bregðast hratt við.

Snorri nefnir að við aðstæður sem þessar er mikilvægt að skoða sviðsmyndir og hvað það er sem áhrif hefur á verðmötin.

Í dag vinnur Snorri verðmöt á öllum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Veiran ræðst ekki aðeins á fólk, heldur líka fyrirtæki en hefur þó vissulega mismikil áhrif á fyrirtækin. Þá fer hann yfir áhrif á ferðaþjónustu, dagvöruverslun og tryggingastarfsemi til að mynda og eins ræða þeir Tinni um skammtíma og langtíma áhrif veirunnar á markaði.

Um Capacent Greiningar

Greiningardeild Capacent framkvæmir vandaðar og óháðar greiningar sem byggja á þekkingu og innsýn sérfræðinga deildarinnar á vissum sviðum atvinnulífsins og markaðarins. Með greiningunum vill Capacent auka gæði upplýsinga og þar með hjálpa stjórnendum og fjárfestum við að taka upplýstar ákvarðanir.