lock search attention facebook home linkedin twittter

01 apr 2020

Capacent Hlað­varpið – Ása og Sigurjón

Ása og Sigurjón eru viðmælendur Capacent Hlaðvarpsins og ræða þau sín á milli það sem þau eru að fást við núna.

Tilkynningar

Ása og Sigurjón - Breyttar vinnuaðstæður kalla á breytt vinnubrögð

Ása og Sigurjón hafa í mörgu að snúast þessa dagana og vinna nú náið með stjórnendum að því hvernig best sé að fast við nýjar aðstæður.

 

Það sem þau fara yfir í hlaðvarpi dagsins er fernt:
  • Aðstæðurnar – mikil óvissa er á vinnumarkaði en líka óvissa fyrir hvern einstakling að leggja upp vinnudaginn, að setja sér upp ramma. Eins getur mikil óvissa ríkt á milli annars vegar stjórnanda og starfsfólks og eins starfsfólks og heimilis.
  • Stjórnun / þjónandi forysta – áherslur stjórnenda hafa breyst mikið og mikilvægt að stjórnendur auki áherslu á samtal við starfsfólk.
  • Starfsfólkið – hvað einstaklingurinn þarf að hafa í huga, bæði varðandi vinnu og eins heilsu.
  • Verkefnin – aukin áhersla þarf að vera á verkefnin, frekar en vinnuframlag. Árangur þarf að vera metinn á annan hátt en áður.

Við hvetjum stjórnendur til að heyra í Ásu eða Sigurjóni en þau taka á móti hvers konar fyrirspurnum um nýjar aðstæður og breytt vinnufyrirkomulag og þá sérstaklega um hlutverk stjórnenda sem er vissulega breytilegt eftir fyrirtækjum og skipulagsheildum.