lock search attention facebook home linkedin twittter

29 apr 2020

Mikill áhugi á BI Manager_

Frábærar viðtökur við rafrænum kynningarfundi Capacent

Tilkynningar

Kynningarfundur um BI Manager_

Nýverið stóð Capacent fyrir vel heppnuðum kynningarfundi á BI Manager_ . Yfir eitt hundrað og sjötíu manns mættu á viðburðinn frá rúmlega eitt hundrað og þrjátíu stofnunum og fyrirtækjum. Sérfræðingar Capacent hafa á síðustu þremur árum unnið að þróun BI Manager_ lausnarinnar en hún er öflug veflausn sem greiðir fyrir birtingu upplýsinga, fyrir margskonar notendahópa og notkunartilvik. Lausnin byggir á styrkleikum Power BI og útvíkkar þá enn frekar. Á Íslandi er töluverð almenn notkun á Power BI en mörgum hefur reynst erfitt að koma skýrslum í dreifingu innan og utan sinnar skipulagsheildar.

Áskoranir við innleiðingu Power BI

Það hefur verið upplifun ráðgjafa Capacent að algengt sé að notendur missi fótana við innleiðingu á Power BI en BI Manager_ getur einfaldað innleiðingarferlið verulega og að auki veitt aðgengi að gagnamódelinu. Helstu styrkleikar BI Manager_ eru að lausnin hjúpar leyfi og býður upp á mikinn skalanleika ásamt því að gefa kost á fjölmörgum leiðum til auðkenningar, einfaldar aðgangsstýringar ásamt því að geta veitt almenningi aðgengi að Power BI skýrslum eða hlutum þeirra. Verðmódel lausnarinnar er háð notkun og því er hægt að byrja smátt og skala til eftir þörfum.

Það er okkur mikið gleðiefni hvað lausnin hefur fengið jákvæð viðbrögð og verður spennandi að vinna með stofnunum og fyrirtækjum að innleiðingu í náinni framtíð.