lock search attention facebook home linkedin twittter

18 feb 2019

Tinni snýr aftur

Tinni hóf á dögunum störf hjá Capacent í annað sinn en í millitíðinni starfaði hann í Kanada.

Í fyrra skiptið sem ég hóf störf hjá Capacent sóttist ég eftir að fá að starfa við eitthvað mannauðstengt þar sem ég var að læra það. Svo heppilega vildi til að ráðningar og ráðgjöf varð köllun mín í þeim málaflokki. Í seinna skiptið var ég að flytja heim frá Kanada og ég gat ekki hugsað mér betra fyrirtæki til að vinna hjá, í þeim skilningi að menning og verkefni Capacent hentar mér fullkomlega. Ástæðan fyrir því er að þar er aragrúi af margbreytilegum, spennandi verkefnum sem ég nýt að takast á við og það sem einkennir vinnustaðinn er sveigjanleiki, léttleiki og hve samstarfsfólkið er upp fullt af þekkingu. Það er fátt sem gefur ráðgjöfum í ráðningum meiri eldmóð og orku heldur enn það að hitta/finna svokallaða rokkstjörnu, þ.e.a.s. kandídatar sem eru framúrskarandi og gefa af sér í samtali.

Bakgrunnur minn er sá að ég lauk B.A prófi í tómstunda- og félagsmálafræði og síðar M.Sc. prófi í mannauðsstjórnun, hvoru tveggja frá Háskóla Íslands. Áður en ég hóf störf hjá Capacent starfaði ég hjá ÍTR sem varð svo Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar í þó nokkur ár. Á meðan á því stóð stofnaði ég fyrirtækið Úthópía sem annaðist hópefli fyrir íþróttalið og fyrirtæki. Það fyrirtæki var starfrækt þar til 2017. Eftir tímann hjá Reykjavíkurborg fór ég að verkefnastýra og leiða skiptinámsprógrammi sem snérist um sjálfbærni, græna orku og nýsköpun. Prógrammið var í eigu bandarísks fyrirtækis sem heitir The Green Program. Með því vann ég í leiðsögn á Suðurlandi fyrir Midgard Adventure ásamt því að leiða fólk í hópefli. Eftir það lá leið mín til Capacent. Hjá Capacent var ég frá 2016-2017 en hætti þar til að flytja tímabundið til Kanada. Þar starfaði ég í stjórnendaráðningum og ráðgjöf þeim tengdum.

Nú er ég kominn aftur heim, það er að segja til Capacent. Stærsta sýnilega breytingin á Capacent frá því ég var ég síðast er líklega aðstaðan. Við störfum nú í opnu rými með öðrum teymum innan fyrirtækisins. Það hefur hiklaust tengt öll teymi betur saman og framkallað meiri samvinnu milli deilda. Helsti munurinn er því líklega enn meiri samvinna sérfræðinga á ólíkum sviðum.

Utan vinnu á ég mér ýmis áhugamál, dagsdaglega þá er það líklega einhverskonar hreyfing eða útivist í bland við lestur/hlustun/áhorf um viðfangsefni tengt mannlegri hegðun, ákvörðunartöku eða önnur áhugaverð málefni. Meira spari væri líklega að eiga djúpar og góðar umræður í góðum félagsskap með enn betri veitingum.

Helstu umhugsunarefni: Mannleg hegðun og ákvörðunartaka.

Helstu einkenni: Nýsköpunargleði, aðlögunarhæfni og óformlegur samskiptastíll.

Uppáhalds quote: “Adapt or die!” – Billy Beane, úr kvikmyndinni/bókinni Moneyball.

Uppáhalds podcast: Revisionist History með Malcolm Gladwell